Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 24.8.2018

24.8.2018 9:49

Malbikun á Biskupstungnabraut (35)

Föstudaginn 24. ágúst verða malbikaðar báðar akreinar á Biskupstungnabraut við Reykholt, austan við hringtorg hjá Bjarkarbraut. Annarri akreininni verður lokað í einu og umferð stýrt í gegnum vinnusvæðið. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 09:00 til kl. 13:00.

Föstudaginn 24. ágúst er einnig stefnt á að malbika báðar akreinar á Biskupstungnabraut við Borg í Grímsnesi. Annarri akreininni verður lokað í einu og umferð stýrt í gegnum vinnusvæðið. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 12:00 til kl. 22:00.

Þingvallavegur lokaður

Þingvallavegur (36) verður lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg (361) fram í október. Hjáleið er um Vallaveg (361) Sjá nánar hér

Umferðartafir

Daganna 23 – 25 ágúst verður Reykjavíkur rallý  í gangi og búast má við einhverjum umferðar töfum á fáfarnari leiðum á Vesturlandi. Sjá nánar hér .

Kísilvegurinn (87) er lokaður

Kísilvegurinn, þjóðvegur 87 er lokaður ótímabundið vegna framkvæmda. Hjáleiðir eru merktar á svæðinu. 

Viðgerð á Miðfjarðarárbrú

Umfangsmikil viðgerð stendur yfir á brúnni yfir Miðfjarðará hjá Laugarbakka og því er umferð þar stýrt með ljósum. Brúin hefur reynst í verra ástandi en búist var við og nú er áætlað að vinnan standi fram í síðari hluta september.