Umhverfismat áætlana

Umhverfismat áætlanaUmhverfismat áætlana er ætlað að tryggja að tekið sé tillit til sjónarmiða um umhverfisvernd og sjálfbæra þróun, með því að leggja mat á áhrif áætlana í heild og einstakra stefnumiða þeirra á umhverfið.

Um umhverfismat áætlana gilda Lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Umhverfismatsvinna hefst við upphaf áætlanagerðar eða við endurskoðun hennar. Þá er litið á heildarlandnotkun stórra svæða og fjallað um þróun þeirra með tilliti til áætlunarinnar.

Umhverfismat samgönguáætlunar er unnið svo snemma í ferli ákvarðanatöku um landnotkun að mikið svigrúm gefst til að bregðast við mögulegum neikvæðum umhverfisáhrifum áður en áætlunin er formlega afgreidd á Alþingi.

Á heimasíðu Skipulagsstofnunar eru nánari upplýsingar og leiðbeiningar varðandi umhverfismat áætlana.

Skýrslur um undirbúning matsvinnu hjá Vegagerðinni:

Umhverfismat áætlana. Skýrsla (PDF 340 KB)

Umhverfismat áætlana. Handbók (PDF 556 KB)