Viðurkenndur vegbúnaður

Í nóvember 2009 skipaði vegamálastjóri vinnuhóp um vegbúnað. Hlutverk vinnuhópsins er að fjalla um allan vegbúnað sem Vegagerðin heimilar á þjóðvegum með skírskotun til IST-EN 1317, íslensks staðals um vegrið, , IST-EN 12767, íslensk staðals um stólpa, skilti og veghönnunarreglna Vegagerðarinnar. Skoða þarf sérstaklega þol skilta / mastra /ljósastaura m.t.t. íslensk veðurfars og vindálags skv. íslenskum stöðlum að teknu tilliti til hæðar og álagsflatar.

Verkefni vinnuhópsins er m.a. að:

  • Umfjöllun  um allan vegbúnað sem óskað er eftir að nota  á þjóðvegum
  • Gerð tillagna til vegamálastjóra hvaða vegbúnað skuli leyfa  á þjóðvegum
  • Vinnuhópurinn skal fjalla um öll erindi þar sem óskað er  heimildar til notkunar á vegbúnaði og rökstyðja niðurstöður sínar þar sem þess er þörf.
  • Erindum skal fylgja afrit af öllum teikningum og vottunum er varða staðfestingu á því að viðkomandi vegbúnaður standist kröfur ofangreindra staðla.
  • Vinnuhópurinn skal viðhalda lista yfir samþykktan vegbúnað og vista öll nauðsynleg gögn.
  • Vinnuhópurinn skal vera til ráðgjafar um, sé þess óskað.
  • Vinnuhópurinn skal leggja fram tillögur um hvernig haga megi innkaupum á vegbúnaði þannig að tegundafjölda vegbúnaðar sé haldið í lágmarki, til að auðvelda viðhald hans síðar meir.

Viðurkenndur vegbúnaður  (júlí 2017)

Ef óskað er eftir samþykki á vegbúnaði sem ekki er á listanum skal senda erindi þar um til Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3, 210 Garðabæ, merkt „Vegbúnaður til samþykktar“