Leiðbeiningar um efnisrannsóknir og efniskröfur

Á þessari síðu er Efnisgæðaritið auk leiðbeiningarita um notkun sprengds bergs og vinnslu steinefna til vegagerðar. Einnig eru hér glærur frá námskeiðum um Efnisgæðaritið.

Leiðbeiningaritin eru stuðningsrit við  gerð útboðsgagna og er m.a. ætlað að leiðbeina við val á efnum til vegagerðar og við eftirlit með framleiðslu steinefna og notkun þeirra í vegi.

Leiðbeiningarnar eru fyrir alla þá aðila sem vinna með steinefni til vega- og brúargerðar m.a. hönnuði, eftirlitsmenn og verktaka.

Fjallað er um hvert lag vegarins og auk þess steinsteypu í aðskildum köflum og með þeim hætti að hver kafli geti verið sjálfstæð handbók.  Í viðaukum er ýmiskonar fróðleikur og ítarefni um efnisnotkun við vegagerð.


Tilkynning um helstu breytingar við endurskoðun Efnisgæðaritsins 2023 (sett á vef 18.10.2023)

Nú er komin út endurskoðuð útgáfa af Efnisgæðaritinu frá október 2023. Ritið hefur nú fengið númer, LEI-3406 eins og fram kemur á lykilsíðu hvers kafla, en kaflaskipting er óbreytt. 

Helstu breytingar í þessari útgáfu ritsins eru að kröfum um þrýstistyrk og sementsmagn steypu í kafla 7 hefur verið breytt að hluta. Einnig hefur verið ákveðið að það sem áður var viðauki 10 í Efnisgæðaritinu um berggreiningu, hefur nú verið gert að sérstöku leiðbeiningariti sem vitnað er til í köflum Efnisgæðaritsins eftir þörfum, LEI-3410. 

Aðrar breytingar sem gerðar hafa verið á síðustu árum á ýmsum stöðum í Efnisgæðaritinu verða ekki útlistaðar hér. 

Ekki er í ritinu fjallað sérstaklega um rofvarnargrjót enn sem komið er, en til stendur að gefa út nýjan kafla 9 um rofvarnargrjót fljótlega. 

Athugið að viðaukar 1 til 9 voru ekki endurskoðaðir nú heldur verða áfram útgáfur frá 1. janúar 2023 inni á vefsvæði Efnisgæðaritsins.


Efnisgæðaritið: Efnisrannsóknir og efniskröfur - leiðbeiningar við hönnun, framleiðslu og framkvæmd:

Kafli 1 - Formáli (okt. 2023) (word útgáfa)

Kafli 2 - Inngangur (okt. 2023) (word útgáfa)    

Kafli 3 - Fylling (okt. 2023) (word útgáfa)

Kafli 4 - Styrktarlag (okt. 2023) (word útgáfa)

Kafli 5 - Burðarlag (okt. 2023) (word útgáfa)

Kafli 6 - Slitlag (okt. 2023) (word útgáfa)

Kafli 7 - Steinsteypa (okt. 2023) (word útgáfa)

Kafli 8 - Sandur (okt. 2023) (word útgáfa)

Viðauki 1 - Lýsing á prófunaraðferðum (Jan. 2023) (word útgáfa)

Viðauki 2 - Efnisgerðir við vega- og gatnagerð (Jan. 2023) (word útgáfa)

Viðauki 3 - Jarðmyndanir - byggingarefni við vegagerð (Jan. 2023) (word útgáfa)

Viðauki 4 - Gerðarprófanir, framleiðslueftirlit og frávikskröfur (Jan. 2023) (word útgáfa)

Viðauki 5 - Sýnataka (Jan. 2023) (word útgáfa)

Viðauki 6 - Vinnsluaðferðir (Jan. 2023) (word útgáfa)

Viðauki 7 - Orðalisti - skilgreiningar og skýringar (Jan. 2023) (word útgáfa)

Viðauki 8 - Ítarefni um malbik (Jan. 2023) (word útgáfa)

Viðauki 9 - Samanburður á eiginleikum steinefna og kröfum (Jan. 2023) (word útgáfa)



LEI-3410 Leiðbeiningar: Berggreining (okt. 23)


Handbók um vinnslu steinefna til vegagerðar, útg. feb. 2018 (pdf 56,8 MB)


Námskeið um Efnisgæðaritið var haldið 18. apríl 2023.  

Eftirfarandi glærur voru notaðar á námskeiðinu: