• Skipting höfuðborgarsvæðisins í byggðarreiti
  • Vegir á höfuðborgarsvæðinu bæklingur

Stofnvegakerfi höfuðborgarsvæðisins 2007

Úttekt á stofnvegakerfi höfuðborgarsvæðisins 2007 og framtíðarhorfur 2050+

Úttekt á stofnvegakerfi höfuðborgarsvæðisins 2007 og þörfum þess miðað við fyrirsjáanlega þróun næstu 50 ára hefur verið unnin fyrir Vegagerðina í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Í meðfylgjandi skýrslu er gerð grein fyrir úttektinni. Athugað er hversu vel núverandi stofnvegakerfi þjónar tilgangi sínum og hvort og þá hvaða breytingar kunna að verða á því á næstu 50 árum. Framtíðarártalið er nefnt 2050+.

Helstu niðurstöður eru þær að ástand umferðar er yfirleitt viðunandi 2007 á stofnvegum með mislægum vegamótum en á öðrum stofnvegum eru nokkrir álagspunktar með nokkuð löngum biðröðum. Tíðni vegamóta og tenginga er of mikil. Mikil óvissa ríkir um ástand umferðar 2050+, en hér er reiknað með að þjónustustig umferðar verði óviðunandi, ef ekki verða byggð viðbótarumferðarmannvirki umfram fyrirliggjandi áætlanir um uppbyggingu á stofnvegakerfinu og/eða ráðist í ýmsar aðgerðir til að draga úr umferð á stofnvegum.

Bent er á ýmsa möguleika til að viðhalda ásættanlegu þjónustustigi, einkum á svokölluðum meginstofnvegum.

Stofnvegakerfi höfuðborgarsvæðisins 2007 og framtíðarhorfur

Viðaukar

Vegir á höfuðborgarsvæðinu í umsjá Vegagerðarinnar (pdf)
- sýn Vegagerðarinnar. Bæklingur janúar 2019.
Sjá einnig Vegasjá Vegagerðarinnar til að sjá stofnvegi á höfuðborgarsvæðinu.