• Veggöng á Íslandi.

Veggöng á Íslandi

Saga jarðgangagerðar í heiminum nær meira en 2000 ár aftur í tímann, en gerð slíkra mannvirkja til samgöngubóta hófst ekki að neinu marki fyrr en á 19. öld. Víðast hvar í heiminum er ekki ráðist í gerð vegganga fyrr en vegakerfi er að öðru leyti komið í gott horf, einkum vegna þess hversu kostnaðarsöm mannvirkin eru.

Hérlendis voru fyrstu veggöngin grafin árið 1948 í gegnum Arnardalshamar milli Ísafjarðar og Súðavíkur, þau voru einungis 30 m löng og voru svo breikkuð árið 1995 og eru enn í notkun. Frá þeim tíma hefur verið unnið að jarðgangagerð á landinu með nokkrum hléum til að byrja með en frá því að Múlagöng til Ólafsfjarðar voru opnuð árið 1990 og þar til Dýrafjarðargöng voru tekin í notkun árið 2020 var nokkuð samfelld jarðgangagerð í landinu.  Að jafnaði voru grafnir um 2 km á ári á þessu tímabili.

Á vegakerfinu í dag eru 12 jarðgöng sem alls eru 64 km að lengd. Auk þeirra hafa verið grafin Oddskarðsgöng sem voru aflögð þegar Norðfjarðargöng voru tekin í notkun og jarðgöng undir Húsavíkurhöfða sem ekki eru opin almennri umferð.

Árið 2000 var samþykkt á Alþingi Jarðgangaáætlun þar sem horft var til langs tíma og fjölmargir jarðgangakostir teknir til skoðunar. Þar var einnig tekin afstaða til þess hvar næstu jarðgöng skuli gerð, og áætlun lögð fram um framkvæmdatíma og fjármögnun. Þeirri jarðgangaáætlun hefur verið fylgt að mestu leyti.

Í samgönguáætlun 2020-2034 sem samþykkt var á Alþingi 29. júní 2020 er gerð grein fyrir forgangsröðun og fjármögnun næstu jarðgangakosta. Samkvæmt því eru næstu jarðgöng Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar og í framhaldinu eru Seyðisfjarðargöng og Mjóafjarðargöng.

Nýmæli í samgönguáætlun 2020-2034 er að einungis er gert ráð fyrir að helmingur stofnkostnaðar jarðganga sé fjármagnaður af samgönguáætlun, til viðbótar er gert ráð fyrir að helmingur stofnkostnaðar sé fjármagnaður með gjaldtöku í jarðgöngum.  Þá samþykkti Alþingi árið 2020 lög um samvinnuverkefni sem heimila Vegagerðinni að gera samninga við einkaaðila um tilteknar samgönguframkvæmdir og eru þar tvenn jarðgöng tiltekin, annars vegar jarðgöng í Reynisfjalli og hins vegar ný Hvalfjarðargöng. 

Í samgönguáætlun 2020-2034 kemur jafnframt fram að stefnt sé á að unnin verði heildstæð greining á jarðgangakostum á Íslandi  þar sem valkostir verði metnir með tilliti til fýsileika, kostnaðar og félagshagfræðilegs ábata. Á þeim grunni verði svo hægt að forgangsraða jarðgangakostum til lengri tíma.

Vegagerðin hefur tekið saman yfirlitsáætlun um þá jarðgangakosti sem hafa verið til umræðu og skoðunar undanfarin misseri og má líta á sem grunn að frekari greiningu og samantekt á þeim athugunum sem hafa verið gerðar til þessa. Alls er um að ræða 23 mismunandi jarðgangakosti, 18 á landsbyggðinni og 5 á höfuðborgarsvæðinu.

Yfirlitsáætlun jarðgangakosta ásamt helstu greinargerðum og athugunum sem tengjast þeim má sjá hér fyrir neðan:

Ýmsar skýrslur varðandi jarðgöng:

 

Jarðgangaáætlun. Tillaga að forgangsröðun jarðgangakosta - júní 2023

Jarðfræði Reynisfjalls - desember 2022
 Veggöng undir Reynisfjall. Aðferðarfræði og gróf kostnaðaráætlun - desember 2022
 Jarðgöng á áætlun. Mat á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun - maí 2023
 Ólafsfjarðarvegur. Tíðni snjóflóða á Ólafsfjarðarveg og varnartillögur - febrúar 2023   
Teikningar og viðauki
Fjarðarheiðargöng jarðfræðiskýrsla - apríl 2018.
Teikningar.   Viðauki.
 Yfirlitsáætlun jarðganga - Júlí 2021
 Súðavík - Ísafjörður. Jarðgöng og aðrar leiðir til að bæta öryggi vegfarenda. Forathugun - des. 2020
 Siglufjarðarskarðsgöng. Jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar. Forathugun - mars 2020
 Hvalfjarðargöng II - tvöföldun. Risk analysis of alternatives for extension - janúar 2020
 Hjaltadalsheiðargöng - forathugun - greinargerð - ágúst 2019
 Hvalfjarðargöng II - tvöföldun. Samanburður mismunandi gangaleiða - apríl 2018
 Hvalfjarðargöng II - tvöföldun. Gangaleiðir - teikningar - febrúar 2018
 Hvalfjarðargöng. Hvalfjörður Road Tunnel. Contribution to Risk Analysis - endurskoðuð útgáfa - nóv. 2017
 Hvalfjarðargöng. Hvalfjörður Road Tunnel. Contribution to Risk Analysis - apríl 2013
 Ólafsfjarðarvegur (82). Dalvík - Ólafsfjörður. Endurbætur og leiðaval - febrúar 2012
 Múlagöng. Breikkun og endurnýjun búnaðar. Forathugun - 2011
Athugun á rannsóknargögnum v. vegganga til Vestmannaeyja - Geotek - Sintef Janúar 2006
Jarðgöng á höfuðborgarsvæðinu - Greinargerð ÍSOR-05163 11.10.2005 - Árni Hjartarson 
Berggrunnskönnun á hugsanlegri jarðgangaleið milli lands og Eyja - ÍSOR-2005/033
Vopnafjarðargöng - Mat á jarðfræðilegum aðstæðum til gangagerðar milli Böðvarsdals og Jökulsárhlíðar
Vopnafjarðargöng - Teikningar
Norðfjarðargöng - Mat á jarðfræðilegum aðstæðum til gangagerðar milli Eskifjarðar og Norðfjarðar (PDF 7,4 MB)
Jarðgangaáætlun  Janúar 2000
Jarðgöng til Vestmannaeyja Skýrsla Línuhönnunar og Mott MacDonald um jarðgöng til Vestmannaeyja
Kortlagning og gæðamat bergs í jarðgöngum