Fréttir

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2017 - 6.10.2017

  • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2016

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður haldin í Hörpu, föstudaginn 27. október 2017.  Þetta er sextánda ráðstefnan, en kveðið er á í vegalögum um að 1,5% af mörkuðum tekjum til vegamála skuli renna til rannsókna- og þróunarstarfs og er ráðstefnunni ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess starfs.

Lesa meira

Umferð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að aukast mikið - 6.10.2017

  • Umferðin uppsafnað
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í september jókst um 7,2 prósent. Það sem af er ári hefur umferðin aukist um 8,4 prósent sem er næst mesta aukning umferðar á þessu tímabili frá því þessar mælingar hófust árið 2005. Lesa meira

Hringvegurinn allur opinn á ný - 4.10.2017

  • Bráðbirgðabrúin yfir Steinavötn, fyrstu vegfarendur fara yfir brúna

Klukkan tólf á hádegi var umferð hleypt á nýja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn og er þá Hringvegurinn allur opinn á ný. Brúin yfir Steinavötn laskaðist í miklum vatnavöxtum á fimmtudag í síðustu viku þegar grófst undan einum stöplinum. Þegar var hafist handa við smíði bráðbirgðarbrúar sem nú er opnuð allri umferð sex dögum síðar.

Lesa meira

Opnað fyrir umferð yfir Steinavötn á hádegi á miðvikudag - 3.10.2017

  • Við Steinavötn 3.10.2017

Svo vel hefur gengið að smíða bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn að opnað verður mun fyrr fyrir umferð um brúna en áætlað var. Brúin verður tilbúin til notkunar og umferð um hana leyfileg frá og með hádegi á morgun miðvikudag 4. október.

Brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar ásamt fjölda annarra starfsmanna Vegagerðarinnar hafa lagt dag við nótt undanfarna daga til að þetta megi verða og hafa unnið þróttmikið og öruggt starf við smíði brúarinnar.

Lesa meira