Fréttir

Brú á Grafarlæk - 11.12.2017

  • Brú á Grafarlæk
Þau verk sem Vegagerðin sinnir eru margskonar og af ýmsu tagi. Stór og smá. Það þarf að grafa jarðgöng en líka að sinna hinu smærra. Nú hefur annar brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar af tveimur lokið við að skipta um gólfið í brúnni yfir Grafarlæk á Stóra-Fjallsvegi (5350), sem flokkast ekki undir að vera stór brú. Lesa meira

Umferðin eykst enn á höfuðborgarsvæðinu - 5.12.2017

  • Umferðin með spá út árið
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 5,5 prósent í nóvember. Útlit er fyrir að umferðin í ár á svæðinu aukist um átta prósent sem er mikil aukning á einu ári, eða sú næst mesta síðan þessar mælingar hófust árið 2005. Sama gildir um Hringveginn þar sem einnig stefnir í næst mestu aukninguna á þessum tíma og enn meiri aukningu. Sjá frétt um umferðina á Hringveginum í nóvember. Lesa meira

Ferjan hugsanlega lengd - 4.12.2017

  • Ný Vestmannaeyjaferja í smíðum

Skipasmíðastöðin CRIST S.A. í Póllandi hefur lagt til að lengja nýju Vestmannaeyjaferjuna um 1,8 metra og breyta stefninu. Með því móti tekst að halda djúpristunni innan þeirra marka sem að var stefnt.

Lesa meira

Töluvert mikil aukning í umferðinni í nóvember - 4.12.2017

  • Umferðin eftir mánuðum
Umferðin um 16 lykiltalningarstaði Vegagerðarinnar á Hringveginum jókst um 7,2 prósent í nýliðnum nóvember mánuði. Mest jókst umferðin á Suðurlandi og þar mest um teljara á Mýrdalssandi. Þar jókst umferðin um 30 prósent. Útlit er fyrir að umferðin aukist um meira en 10 prósent í ár, sem yrði næstmesta aukningin a.m.k. síðan 2005. Lesa meira