Fréttir

Illa farin slitlag - 22.2.2018

  • Slitlagsskemmdir - Gljúfurá

Slitlag á vegum landsins eru víða illa farin eftir veturinn og umhleypinga undanfarið. Nú þegar þiðnar þá koma í ljós illa farin slitlög sem verða lagfærð eins fljótt og kostur er. En vegna umfangsins og umhleypinganna sjálfra er ekki unnt að laga allt samstundis. Vegfarendur eru því beðnir um að aka með gát og vera viðbúnir hugsanlegum skemmdum í slitlaginu, hvort heldur er malbiki eða klæðingu.

Lesa meira

Nýjungar á færðarkortum Vegagerðarinnar - 20.2.2018

  • Skráning á færð og aðstæðum

Vegagerðin innleiðir nú nýjungar á færðarkortunum þar sem hægt er að nálgast ýmsar ítarupplýsingar í benditexta þegar notandinn fer með mús yfir ákveðin svæði á kortunum eða þegar þessi svæði eru snert á tækjum með snertiskjá.

Lesa meira

Þverárfjallsvegur (73) í Refasveit og Skagastrandarvegur (74) um Laxá - 20.2.2018

  • Afstöðumynd af framkvæmdum

Vegagerðin auglýsir drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Til stendur að byggja nýjan 8,5 km langan stofnveg frá Hringvegi austan Blönduóss að Þverárfjallsvegi (744), skammt sunnan við brú á Laxá. Frá nýjum vegi verður byggður um 3,3 km langur vegur til norðurs, með nýrri brú yfir Laxá, og inn á núverandi Skagastrandarveg norðan við Höskuldsstaði í Skagabyggð. 

Lesa meira

Ný vegtenging Hafnavegar eykur umferðaröryggi - 12.2.2018

  • Ný vegtenging

Vegagerðin fyrirhugar vegaframkvæmdir á Hafnavegi, vegnúmer 44, í Reykjanesbæ á Suðurnesjum. Til stendur að tengja Hafnaveg inn á Reykjanesbraut (41-18) á nýjum stað, eða inn á hringtorg við Stekk, sem er um 400 m austan við núverandi vegamót Hafnavegar og Reykjanesbrautar.

Lesa meira