Fréttir

Dregur úr aukningu umferðar á höfuðborgarsvæðinu - 3.9.2018

  • Umferðin með spá út árið
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum ágúst mánuði jókst um 2,4 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Þetta er nokkuð undir meðaltalinu í ágústmánuði frá því þessar mælingar hófust árið 2005. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 2,9 prósent sem er miklu minni aukning er í fyrra. Lesa meira

Umferðin á Hringvegi í ágúst jókst um tæp 4% - 3.9.2018

  • Umferðin uppsafnað

Umferðin í nýliðnum ágúst mánuði jókst um 3,8 prósent og nú er útlit fyrir að umferðin í ár aukist um svipað í heild eða um tæp fjögur prósent. Sem er svipað og meðaltalsaukningin á hverju heilu ári frá árinu 2005 en langt frá aukningunni í fyrra. En allt árið 2017 jókst umferðin um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum um 10.6 prósent. Þannig að útlit er fyrir að verulega dragi úr umferðaraukningunni í ár.

Lesa meira

Að glöggva sig á tölum - 23.8.2018

  • Umferð um Ölfusárbrú á korti

Hver er umferðin um Ölfusárbrú? Svarið er hvorttveggja einfalt og flókið. Umferðin getur verið svo og svo mikil á hverjum degi árið um kring en þá er það meðaltalstala. Umferðin er meiri á sumrin en á veturna, meiri á daginn en á nóttunni. Þannig að það er ekki alltaf einfalt að finna út hver umferðin er. Meðalumferð á dag allt árið yfir Ölfusárbrú er - að gefnu tilefni - áætluð ríflega 13 þúsund bílar en er töluvert meiri þá daga sem umferðin er sem mest á sumrin.

Lesa meira

Vel unnin verk í sumar - 20.8.2018

  • Ölfusárbrú

Líkt og vegfarendur margir hafa tekið eftir þá hefur mikið verið að gera í viðhaldi vega í sumar. Það hefur þurft að loka vegum og fólk hefur tafist um stund vegna stórra sem smárra verka. Þessi verk eru nauðsynleg en í sumar hefur verið unnið fyrir meira fé en mörg undanfarin ár. Síðan hefur rigningatíð fyrri hluta sumars leitt til þess að enn meira hefur verið umleikis nú síðsumars. Nefna má tvö stórverkefni sem er malbikun á Hellisheiði og lagning ný slitlags á Ölfusárbrú.

Lesa meira