Fréttir

Yfirlitsmynd af hjáleið við undirgöng undir Breiðholtsbraut.

21. apríl 2024 : Hjáleiðir vegna vinnu við ný undirgöng undir Breiðholtsbraut frá og með 26. apríl

Vegna vinnu við ný undirgöng undir Breiðholtsbraut við Suðurfell / Jaðarsel verður umferð bíla færð á hjáleið til hliðar við framkvæmdasvæðið. Umferð gangandi færist á hjáleið um gatnamót Breiðholtsbrautar og Jaðarsels. Tekur þetta gildi frá og með 26. apríl næstkomandi.

Brúin gengur í endurnýjun lífdaga.

18. apríl 2024 : Viðhald og viðgerðir á brúnni yfir Elliðaár við Árbæjarstíflu

Viðgerðir á brúnni yfir Elliðaár við Árbæjarstíflu hefjast á næstu dögum og áætlað er að verkinu ljúki um miðjan júní. Undirbúningur er hafinn og búið að lækka hámarkshraða um brúna í 30 km/klst. Hjáleið fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur verður ofan brúarinnar við Árbæjarstíflu. Hliðra þarf akreinum  og verða göngu- og hjólastígar á brúnni nýttir fyrir bílaumferð. Búast má við umferðartöfum og vegfarendur eru sértaklega beðnir um að sýna tillitssemi og aka með varúð um vinnusvæðið.

Via Nordica 2024.

15. apríl 2024 : Ráðstefnan Via Nordica 2024 haldin í Kaupmannahöfn 11.-12. júní

Samgönguráðstefnan Via Nordica 2024 verður haldin 11. og 12. júní næstkomandi í Kaupmannahöfn. Norræna vegasambandið, Nordisk Vejforum, stendur fyrir ráðstefnunni sem haldin er fjórða hvert ár. Yfirskriftin að þessu sinni er Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna –  Aðkoma samgöngugeirans á Norðurlöndum. Vegagerðin er aðili að Nordisk Vejforum.

Fréttasafn