Fréttir

Opnun tilboða í Dýrafjarðargöng

24.1.2017 : Metrostav og Suðurverk með lægsta boð í Dýrafjarðargöng

Tilboð Metrostav a.s. og Suðurverks hf. í gerð Dýrafjarðarganga nam tæpum 8,7 milljörðum króna eða rúmum 93 prósentum af kostnaðaráætlun og var um 630 milljónum króna lægra en næstu boð sem bæði voru nánast það sama og kostnaðarætlunin. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist síðar á árinu en fara þarf yfir tilboðin og semja við verktakann sem iðulega tekur nokkrar vikur. Lesa meira
Suðurströndin við Reynisfjöru kort

24.1.2017 : Viðvörunarkerfi í Reynisfjöru og Kirkjufjöru

Vegagerðin rekur kerfi þar sem spáð er fyrir um öldur upp að ströndinni nokkra daga fram í tímann. Mögulegt væri að nýta þessar upplýsingar til að koma upp viðvörunarkerfi í Reynisfjöru og Kirkjufjöru til að vara ferðamenn við. Hugsa mætti sér einhverskonar viðvörun með áberandi ljósum t.d. rauðum blikkandi ljósum ef búast má við hættlegum öldum. Eða að upplýsingar nýtist fyrst og fremst þeim sem eftirlit myndu hafa með fjörunum lögreglu og/eða björgunarsveitum.

Lesa meira

Fréttasafn