Fréttir

Á Klettshálsi

22.11.2017 : Aukin þjónusta vegna bilunar Baldurs

Þjónustutími vetrarþjónustu á leiðinni Patreksfjörður – Dalsmynni (við vegamót Hringvegar og Vestfjarðavegar) verður aukinn og mun standa til kl. 20:00 alla daga nema laugardaga meðan Baldur siglir ekki. Útlit er fyrir að Baldur verði frá í nokkrar vikur. Auk lengingar þjónustutímans verða hálkuvarnir auknar sem og eftirlit. Þannig verður hægt að bregðast við aðstæðum sérstaklega og auka þjónustu reynist þess þörf.

Lesa meira
Við Ólafsfjarðarmúla

17.11.2017 : Varað við snjóflóðahættu með SMS

Vegagerðin hefur komið á fót viðvörunarkerfi með sms-skeytum um snjóflóðahættu til vegfarenda sem leið eiga um Ólafsfjarðarmúla. Hægt er að skrá símann sinn hjá Vegagerðinni og fær viðkomandi þá sent sms-skeyti við öll fjögur viðvörunarstigin. Þegar varað er við, hættustigi lýst, vegi lokað og þegar opnað er eftir lokun.

Lesa meira

Fréttasafn