1886

Austri, 11. mars 1886, 3. árg., 6. tbl., forsíða:

"Sá vegur, sem lagður er einungis undir hestafætur, borgar sig aldrei, ef akveg má koma við," segir greinarhöfundur og rökstyður það með miklum hagfræðilegum skýringum. Lesa meira

Ísafold, 17. mars 1886, 13. árg., 11. tbl., bls. 44:

"Ármann" segir tvær orsakir fyrir því að Alþingi felldi brúarmálið, sveitardrátt og fákunnáttu þingmanna í samgöngumálum. Lesa meira

Austri, 13. apríl 1886, 3. árg., 9. tbl., forsíða:

Menn eru mikið farnir að ræða hvar aðalverslunarstaður Austurlands eigi að vera og finnst mönnum þá skipta mestu máli Lesa meira

Ísafold, 14. apríl 1886, 13. árg., 16. tbl., forsíða:

Greinarhöfundur ræðir hér brúarmál með það fyrir augum "að hrinda brúarmálinu þó ekki sé nema dálítið áfram". Lesa meira

Ísafold, 23. apríl 1886, 13. árg., 21. tbl., viðaukablað, forsíða:

Hér er birt ágrip af sýslufundargerðum í Árnessýslu en þar er víða rætt um vegamál. Lesa meira

Ísafold, 14. júlí 1886, 13. árg., 29. tbl., bls. 114:

Greinarhöfundur ræðir hér brúarmál með það fyrir augum "að hrinda brúarmálinu þó ekki sé nema dálítið áfram". Lesa meira

Ísafold, 4. ágúst 1886, 13. árg., 32. tbl., bls. 126:

Greinarhöfundur ræðir samgöngur í Vestur-Skaftafellssýslu sem hann segir erfiðar og stundum því nær ómögulegar. Lesa meira

Þjóðólfur, 13. ágúst 1886, 38. árg., 35. tbl., bls. 139:

Í þessu fréttabréfi úr Ísafjarðarsýslu er m.a. komið inn á vegamál: "að leggja fé til vorra svo nefndu sýsluvega, er liggja í einlægum krákustígum kringum allt Djúp, er að kasta silfri í sæ", segir bréfritari. Lesa meira

Þjóðólfur, 20. ágúst 1886, 38. árg., 37. tbl., forsíða:

Menn deila um brúargerð á Ölfusá og Þjórsá. Greinarhöfundur svarar hér grein í Austra sem miðaði, að hans sögn, að því að eyðileggja brúamálið. Röksemdirnar eru fróðlegar, bæði með og á móti. Lesa meira

Þjóðólfur, 24. ágúst 1886, 38. árg., 38. tbl., forsíða:

Jón Jónsson alþingismaður gerir hér grein fyrir því af hverju hann greiddi atkvæði gegn brúarmálinu en það var fellt með eins atkvæðis mun. Lesa meira

Þjóðólfur, 1. október 1886, 38. árg., 44. tbl., forsíða:

Deilur eru manna á milli, einnig alþingismanna, um ágæti brúarframkvæmda á Ölfusá og Þjórsá. Lesa meira

Austri, 28. okt 1886, 3. árg., 26. tbl., bls. 102:

Jón Jónsson segir hér frá ferð sinni um fornan fjallveg milli Lóns og Fljótsdals. Frásögn þessi kann að vera fróðleg fyrir áhugamenn um fjallvegi. Lesa meira

Austri, 19. nóv. 1886, 3. árg., 28. tbl., bls. 111:

Greinarhöfundur útskýrir frekar þá skoðun sína að vafasamt sé að brýr á Ölfusá og Þjórsá séu svo nauðsynlegar, að svo miklu fé sé kostað til þeirra að fjárhag landsins sé hætta búinn. Lesa meira