Handbækur

Ný reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra hefur tekið gildi, reglugerð 250/2024 - unnið er að uppfærslu á handbók um merkin en eldri útgáfa er hér að neðan. (1.3.2024)

Vegagerðin
hefur umsjón með gerð vinnuregla og leiðbeininga um almennar merkingar.

Þær kröfur sem Vegagerðin setur til umferðarmerkja eru settar fram í handbók um umferðarmerki.


Í inngangskafla er að finna almennar reglur um umferðarmerki, tæknilegar kröfur og kröfur um uppsetningu merkja. 

Í rammareglum og ýmsum útfærslum er að finna helstu rammareglur um umferðarmerkja, s.s. merkingu aðalbrauta, blindhæða, jarðganga o.s.frv.