Leiðslur á vegsvæði

Leiðslur á vegsvæði

Samkvæmt vegalögum má aðeins leggja leiðslur yfir, undir eða meðfram þjóðvegum, með samþykki Vegagerðarinnar.

Með orðinu leiðsla er átt við hvers konar útbúnað sem þarf að koma fyrir vegna lagningar leiðslu, þ.e. leiðslan sjálf og einnig t.d. skurðir, stólpar og festingar vegna slíks útbúnaðar.

Ákvæðin ná yfir loftlínur sem og jarðlagnir, hvort heldur um er að ræða búnað til rafmagns- ,vökva eða annars flutnings og taka til leiðslna í einkaeign sem og leiðslna í eigu opinberra aðila.

Sækja skal um leyfi Vegagerðarinnar til slíkra lagna með því að senda umsókn.

Umsókn um leiðslu/vinnu á vegsvæði og reglur þar um.