Samgöngusáttmáli

Verkefni Samgöngusáttmálans

Innviðafjárfestingar sem falla undir Samgöngusáttmálann eru fjölbreyttar. Þær flokkast í stofnvegaframkvæmdir, Borgarlínu, hjóla- og göngustíga og öryggi og flæði.

Lesa meira

Um Samgöngusáttmálann

Ríkið, Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnesbær undirrituðu sáttmála um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu þann 26. september 2019. Samkomulagið felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga.

Lesa meira

Fjárfestingar Samgöngusáttmálans

Heildarfjármögnun samgönguframkvæmda vegna Samgöngusáttmálans er 120 milljarðar samkvæmt verðlagi ársins 2019. Ríkið mun leggja fram 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Gert er ráð fyrir að sérstök fjármögnun standi straum af 60 milljörðum kr. Hún verður tryggð við endurskoðun gjalda af ökutækjum og umferð í tengslum við orkuskipti eða með beinum framlögum við sölu á eignum ríkisins.

Lesa meira

Borgarlínan

Borgarlínan er hágæða almenningssamgöngukerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Hún mun að mestu aka í sérrými með forgangi á gatnamótum. Áhersla er lögð á gott aðgengi fyrir alla. Ferðir verða tíðar og ferðatíminn styttist. Borgarlínan verður með góðar tengingar við strætisvagna sem koma frá nágrannasveitarfélögum. Sjá nánar www.borgarlinan.is

Lesa meira