RANNVEG

Í nóvember 2001 var stofnuð nefnd um rannsóknir í vegagerð og fékk hún nafnið RANNVEG. Nefndin lauk störfum á síðasta fundi sínum þann 2. febrúar 2007.

Markmið og starfssvið nefndarinnar var að efla, miðla og samhæfa rannsóknir og þekkingu varðandi uppbyggingu og endingu vega og gatna. Nefndin hittist að jafnaði annan hvern mánuð yfir árið eða oftar eftir þörf.

Nefndin starfaði á faglegum grundvelli, setti fram hugmyndir að verkefnum, hafði frumkvæði að verkefnum og veitti aðhald með framgangi þeirra.

Nefndin bauð meðal annars fram vinnu við umfjöllun um umsóknir, á starfssviði nefndarinnar, sem sendar voru inn til Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar. Nefndin sinnti einnig ritrýni á skýrsludrögum og ritverkum.

Nefndin var vettvangur skoðanaskipta og upplýsingamiðlunar og stuðlaði að kynningum á niðurstöðum verkefna. Leitað var eftir samvinnu við félagasamtök og stofnanir, t.d. varðandi ráðstefnuhald og fræðslufundi þegar þörf var á.

Fundargerðir Rannvegar: