Frummatsskýrslur

4.5.2022 : Breikkun Suðurlandsvegar (1) frá Bæjarhálsi að Hólmsá - frummatsskýrsla

Framkvæmdamynd
Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ, áformar að tvöfalda

 Suðurlandsveg (Hringveg 1) frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá ofan Reykjavíkur. Lagður verður 2 + 2 vegur og tengingum fækkað frá því sem nú er ásamt því að gerðir verða nýir reið-, hjóla- og göngustígar.  

Lesa meira

9.7.2021 : Breikkun Reykjanesbrautar (41-15) frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni - frummatsskýrsla

Hafið er mat á umhverfisáhrifum breikkunar Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni.

 

Hafið er mat á umhverfisáhrifum breikkunar Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Almenningi gefst kostur á að kynna sér fyrirhugaða framkvæmd og frummatsskýrslu fimmtudaginn 15. júlí 2021.  Kynningin verður haldin í húsakynnum Vegagerðarinnar (Mótorskálanum), Borgartúni 5-7 í Reykjavík.  Húsið verður opið á milli kl. 14 og 18. Á staðnum verða fulltrúar frá Vegagerðinni og Mannviti. Allir geta skilað inn athugasemdum vegna skýrslunnar. Þær skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 23. ágúst 2021 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

 

Lesa meira

4.11.2020 : Kynning á verkefni: Þverárfjallsvegur (73) í Refasveit og Skagastrandarvegur (74) um Laxá

Yfirlitsmynd 73-74
Glærukynning á verkefninu fyrir frummatsskýrslu hefur verið útbúin en vegna kórónuveirufaraldursins verður ekki haldinn opinn kynningarfundur en í staðinn er verkefnið kynnt hér á vefnum. Lesa meira

28.10.2020 : Þverárfjallsvegur (73) í Refasveit og Skagastrandarvegur (74) um Laxá - frummatsskýrsla

Yfirlitsmynd 73-74

Vegagerðin kynnir hér með vega- og brúargerð í sveitarfélögunum Blönduósbæ og Skagabyggð í Austur-Húnavatnssýslu, sem fellur undir 5. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. um mat á umhverfisáhrifum.

Til stendur að byggja nýjan 8,5 km langan stofnveg frá Hringvegi austan Blönduóss að Þverárfjallsvegi (744), skammt sunnan við brú á Laxá. Frá nýjum vegi verður byggður um 3,3 km langur vegur til norðurs, með nýrri 109 m langri brú yfir Laxá, og inn á núverandi Skagastrandarveg norðan við Höskuldsstaði í Skagabyggð . Heildarlengd nýrra vega- og brúar er um 11,8 km.

Lesa meira

21.2.2020 : Breikkun Vesturlandsvegar (1 f5-f7) - frummatsskýrsla

Breikkun Vesturlandsvegar framkvæmdasvæði
Vegagerðin, í samráði við Reykjavíkurborg, áformar breikkun Vesturlandsvegar á um 9 km kafla milli Varmhóla og Hvalfjarðarvegar. Um er að ræða breikkun Vesturlandsvegar í 2+1 veg ásamt gerð þriggja hringtorga, þ.e.a.s. við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað og í staðinn gerðir hliðarvegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur og auka umferðaröryggi vegfarenda. Frestur til að gera athugasemdir er til 7. apríl. Lesa meira

20.12.2019 : Vestfjarðavegur (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur (63) - Frummatsskýrsla

Frummatsskýrsla Dynjandisheiði - Bíldudalsvegur

Vegagerðin kynnir hér með 33 – 40 km langa vegagerð á Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði og 29 km langa vegagerð á Bíldudalsvegi, framkvæmd sem fellur undir 5. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. um mat á umhverfisáhrifum. Frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum, sú sem hér er kynnt, hefur verið send Skipulagsstofnun. Stofnunin kynnir framkvæmdina og frummatsskýrsluna með auglýsingum auk þess sem hún mun liggja frammi til kynningar til 17. febrúar 2020 á Bókasafni Bílddælinga, Bókasafninu Ísafirði, Skipulagsstofnun og í Þjóðarbókhlöðunni.

Lesa meira

25.10.2016 : Vestfjarðavegur (60) milli Bjarkalundar og Skálaness

Bjarkalundur---Skalanes

Vegagerðin tilkynnir hér með 19,9-22,0 km langa vegagerð á Vestfjarðavegi milli Bjarkalundar og Skálaness við norðanverðan Breiðafjörð, framkvæmd sem fellur undir 5. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. um mat á umhverfisáhrifum. Frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum, sú sem hér er kynnt, hefur verið send Skipulagsstofnun. Stofnunin kynnir framkvæmdina og frummatsskýrsluna með auglýsingum auk þess sem hún mun liggja frammi til kynningar til 8. desember á bæjarskrifstofu Reykhólahrepps, Hótel Bjarkalundi, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Athugasemdum og umsagnir má einnig senda Vegagerðinni, sjá hér að neðan.

Lesa meira

11.4.2013 : Jökuldalsvegur (923) um Hrafnkelsdal - Frummatsskýrsla


Vegagerðinni hefur verið falið að byggja nýjan veg sem tengir Austurleið 910 (Kárahnjúkaveg) við Jökuldal. Framkvæmdasvæðið er í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði í Norður-Múlasýslu.  Vegurinn er uppbyggður og getur þjónað sem hluti af framtíðar tengingu að Hrafnkelsdal, án endurbóta.

Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Austurlandi með því að skapa góða aðkomu að Vatnajökulsþjóðgarði úr Jökuldal. Einnig með því að tengja betur Jökuldal og Vesturöræfi.

Lesa meira

15.3.2013 : Endurreisn mannvirkja við Múlakvísl - Frummatsskýrsla

Vegagerðin áformar að endurreisa þau mannvirki í Mýrdalshreppi sem skemmdust í jökulhlaupi í Múlakvísl sumarið 2011 en við hlaupið rofnaði Hringvegurinn um tíma. Framkvæmdin miðar að því að endurreisa brú yfir Múlakvísl á Mýrdalsandi í sömu veglínu um 250 m austan við gömlu brúna ásamt varnargarði (5.200 m) austan árinnar ofan Hringvegar.

Lesa meira

6.12.2011 : Vestfjarðavegur (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði - Álit Skipulagsstofnunar

Vestfjarðarvegur, Eiði - Þverá

Skipulagsstofnun telur að helstu neikvæðu áhrif fyrirhugaðra framkvæmda verði áhrif á landslag og sjónræn áhrif og þá einkum vegna veglagningar um Litlanes og vegna þverunar Kjálkafjarðar og Mjóafjarðar.

Fyrirhugaðar þveranir Kjálkafjarðar og Mjóafjarðar munu verða mjög áberandi mannvirki og munu skipta upp landslagsheildum fjarðanna. Þá er ljóst að þveranirnar eru á svæði sem nýtur verndar samkvæmt sérlögum um vernd Breiðafjarðar, m.a. vegna landslags, en einnig fjörur og leirur.

Lesa meira

20.7.2011 : Vestfjarðavegur (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði

Vestfjarðarvegur, Eiði - Þverá

Vegagerðinni hefur verið falið að endurbyggja og byggja nýjan Vestfjarðaveg við norðanverðan Breiðafjörð, á kaflanum frá Eiði í Vattarfirði, um Kerlingarfjörð og Mjóafjörð að Þverá í Kjálkafirði. Framkvæmdin er í tveimur sveitarfélögum, Reykhólahreppi í Austur-Barðastrandarsýslu og Vesturbyggð í Vestur-Barðastrandarsýslu.
Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Vestfjörðum. Stefnt er að því að undirbúningi framkvæmda verði lokið á árinu 2011 og að framkvæmdir geti hafist sama ár.

Lesa meira

18.11.2010 : Axarvegur, Hringvegur í Skriðdal og Hringvegur um Berufjarðarbotn - Frummatsskýrsla

Axarvegur - Yfirlitsmynd

Vegagerðinni hefur verið falið að endurbyggja Hringveg á kafla í Skriðdal, byggja nýjan veg um Öxi á milli Hringvegar í Skriðdal og Hringvegar í Berufirði og endurbyggja Hringveg um botn Berufjarðar auk þess að færa hann til á kafla og byggja þar nýja brú yfir Berufjarðará og nýjan Hringveg.

Athugasemdafrestur er til 7. janúar 2011 Lesa meira

10.12.2009 : Tvöföldun Suðurlandsvegar frá Hveragerði og austur fyrir Selfoss

Suðurlandsvegur -
Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um Suðurlandsveg frá Hveragerði og austur fyrir Selfoss.

Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 11. desember 2009 til 29. janúar 2010. Lesa meira

2.11.2009 : Jarðgöng á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar - Frummatsskýrsla

Göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar

Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar, frummatsskýrslu um lagningu nýs vegar og jarðganga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á Vestfjörðum.


Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 12. desember 2009 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.

Lesa meira

2.3.2009 : Suðurlandsvegur frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hveragerði

Suðurlandsvegur

Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um Suðurlandsveg frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hveragerði.




Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 3. mars til 15. apríl 2009 og skulu athugasemdir berast eigi síðar en 15. apríl 2009 til Skipulagsstofnunar.


Lesa meira

19.1.2009 : Hallsvegur - Úlfarsfellsvegur og mislæg gatnamót við Vesturlandsveg

Hallsvegur - Úlfarfellsvegur - gatnamót við Vesturlandsveg

Lokið er gerð frummatsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum fyrir framkvæmdir vegna Hallsvegar- Úlfarsfellsvegar og mislægra gatnamóta við Vesturlandsveg.



Frestur til að skila inn athugasemdum er til 4. mars 2009 og skal senda skriflega til Skipulagsstofnunar.

Lesa meira

10.12.2008 : Norðfjarðarvegur (92) um Norðfjarðargöng, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar

Norðfjarðargöng - Yfirlitsmynd

Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu Norðfjarðarvegar (92) um Norðfjarðargöng, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar.


Frummatsskýrslan mun liggja frammi til kynningar til 22. janúar 2009. Frestur almennings til að skila athugasemdum við frummatsskýrsluna er til 22. janúar 2009.


Lesa meira

2.12.2008 : Hringvegur um Hornafjörð

Hringvegur um Hornafjörð

Ný útfærsla á leið 3 í mati á umhverfisáhrifum, leið 3b.


Vegagerðin kynnir hér með leið 3b út frá frummatsskýrslu sinni og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á að gera athugasemdir við frummatsskýrslu Vegagerðarinnar innan tveggja vikna frá og með 4. desember 2008.

Lesa meira

20.3.2008 : Landeyjahöfn (Bakkafjöruhöfn), Bakkafjöruvegur og tengdar framkvæmdir

Bakkafjara


Vegagerðin og Siglingastofnun kynna hér frummatsskýrslu fyrir byggingu Bakkafjöruhafnar, vegtengingar að höfninni og efnistöku vegna framkvæmda á Seljalandsheiði og úr Markarfljótsaurum.


Lesa meira

7.3.2008 : Breikkun Reykjanesbrautar um Hafnarfjörð, frá Strandgötu að Krísuvíkurvegi

Reykjanesbraut um Hafnarfjörð - Yfirlitsmynd

Vegagerðin áformar breikkun Reykjanesbrautar um Hafnarfjörð, frá Strandgötu (áður Ásbraut) að Bikhellu, breytingar á mislægum vegamótum Reykjanesbrautar og Strandgötu og gerð mislægra vegamóta Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar.

Lesa meira

24.1.2008 : Hringvegur um Hornafjörð

Hornafjordur

Framkvæmdin sem hér um ræðir er 11-18 km löng veglagning, háð veglínum og nær frá bænum Lambleiksstöðum, yfir Hornafjarðarfljót á nýju brúarstæði og að Hringvegi við bæinn Haga skammt austan Hafnarvegar sem liggur að Höfn í Hornafirði (kort 1). Framkvæmdaaðili er Vegagerðin og leggur hún fram þrjár veglínur til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum, leið 1, leið 2 og leið 3. Framkvæmdin styttir Hringveginn um 11-12 km eftir því hvaða veglína er valin.

Lesa meira

29.1.2007 : Norðausturvegur - Tenging Vopnafjarðar við Hringveg

Tenging Vopnafjarðar við Hringveg

Vegagerðin áformar að leggja nýjan veg um Vopnafjarðarhrepp í Norður-Múlasýslu. Vegurinn verður hluti af Norðausturvegi og verður 24 til 42 km langur, háð leiðarvali. Hann mun tengja Vopnafjörð við Hringveg og liggja frá núverandi Norðausturvegi við Brunahvammsháls að byggðinni í Vopnafirði. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2007 og þeim verði lokið haustið 2010.

Lesa meira

31.5.2006 : Dettifossvegur, Hringvegur-Norðausturvegur

Árið 2001 var skipaður samráðshópur um tilhögun vegamála við Jökulsá á Fjöllum. Í hópnum voru fulltrúar frá sveitarfélögum á svæðinu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Ferðamálaráði Íslands, Náttúruvernd ríkisins og Vegagerðinni. Samráðshópurinn lagði til í ljósi byggða- og ferðaþjónustusjónarmiða að byggður yrði heilsársvegur með bundnu slitlagi vestan Jökulsár, með góðum tengingum niður í Vesturdal, Hólmatungur og að bílastæði við Dettifoss.


Framkvæmd sú sem hér er til umfjöllunar á vegum Vegagerðarinnar er 50 km langur vegur vestan Jökulsár á Fjöllum, á leiðinni milli Hringvegar og Norðausturvegar. Vegurinn mun liggja um Skútustaðahrepp í Suður-Þingeyjarsýslu og Kelduneshrepp í Norður-Þingeyjarsýslu.

Lesa meira