Umsóknir og leyfi

Á upplýsingasíðum um vetrarþjónustu og sumarþjónustu má m.a. sjá ýmsar reglur og handbækur um þjónustu á vegakerfinu.

Frá 1. júlí 2013 hefur Samgöngustofa tekið við rekstri Umferðareftirlits.  Einnig hefur Samgöngustofa tekið við ýmis konar leyfisveitingum og umsýslu þar að lútandi.

Þar á meðal er:

  • Útgáfa almennra rekstrarleyfa til fólks- og farmflutninga á landi
  • Útgáfa starfsleyfa til leigubílastöðva og bílaleiga
  • Útgáfa atvinnuleyfa til leiguaksturs og eðalvagnaþjónustu
  • Útgáfa á undanþágum vegna sérstakra flutninga (þungaflutninga) fyrir 44/49 tonna til aksturs án ökurita og til aksturs án ökumælis (kílómetragjald).


Keppnishaldarar fyrir Rallykeppnir sem fram eiga að fara á þjóðvegum, þurfa að skila inn keppnisáætlunum til Vegagerðarinnar til samþykktar.  Þar fá þeir einnig leiðbeiningar um hvernig merkja skuli keppnisstað. Þetta er gert með umferðaröryggi í huga og eins til að tryggja að ástand veganna þar sem fyrirhugað er að keppnin fari fram, sé í samræmi við þarfir keppnishaldara. Sjá nánar undir liðnum
Rally á þjóðvegum landsins.