Vegtegundir

Vegtegundir eru ákvarðandi fyrir tæknilega gerð vega. Grunntegundir eru eftirfarandi:

A Vegir með tveimur aðskildum akbrautum, a.m.k. fjórum akreinum, öxlum og eða kantsteinum
B Vegir með tveimur til fjórum aðskildum akreinum og a.m.k. 2 m miðdeili, 12 ≤ heildarbreidd ≤19 m
C Vegir með tveimur akreinum, 7 m ≤heildarbreidd ≤10 m
D Vegir með einni akrein og útskotum
F Slóðir

Vegtegundir, lýsing, stofnvegir
(minni kröfur eru gerðar til annarra vegflokka)

A34

Vegir með tveimur aðskildum akbrautum og að minnsta kosti fjórum akreinum, öxlum
og/eða kantsteinum

Breidd ≥34 m án kantsteina. ÁDU ≤55.000 (þéttbýli)

A22

Vegir með tveimur aðskildum akbrautum og að minnsta kosti fjórum akreinum, öxlum
og/eða kantsteinum

Breidd 22 – 24 án kantsteina. ÁDU ≤50.000 (mislæg vegamót, þéttbýli)

B19

Vegir með tveimur aðskildum akbrautum og að minnsta kosti fjórum akreinum, öxlum
og/eða kantsteinum

Breidd 19 – 20 án kantsteina. ÁDU ≤45.000 (mislæg vegamót, þéttbýli)

B15,5

Vegir með tveimur aðskildum akbrautum og þremur akreinum, öxlum og/eða kantsteinum.

Breidd 15,5 m. ÁDU ≤15.000 (mislæg vegamót)

B12

Vegir með tveimur aðskildum akbrautum og tveimur akreinum, öxlum og/eða kantsteinum.

Breidd 12 m. ÁDU ≤ 6.000 (flatlendi)

C10

Vegir með einni akbraut og tveimur akreinum, öxlum og/eða kantsteinum

Breidd 10 m. ÁDU ≤7.000 (dreifbýli, flatlendi)

C9

Vegir með einni akbraut og tveimur akreinum og öxlum

Breidd 9 m. ÁDU ≤4.000 (dreifbýli, flatlendi)

C8

Vegir með einni akbraut og tveimur akreinum og öxlum

Breidd 8 m. ÁDU ≤3.000 (dreifbýli, flatlendi)

Vegtegundir C7 og D gilda einkum um tengi-, héraðs- og landsvegi

C7

Vegir með einni akbraut og tveimur akreinum og öxlum

Breidd 7 m. ÁDU ≤500

D4

Vegir með einni akrein (með útskotum)

Breidd 4 m. ÁDU ≤50

Vegtegundir F1, F2 og F3 gilda aðeins um landsvegi

F1 Slóðir – Seinfær vegur, fær allri almennri umferð að sumarlagi. Einungis slóð, oftar en ekki lægri
en landið til beggja hliða. Breidd um 4 m. Stórir lækir og ár brúaðar. Vegir þessir eru oft lokaðir
á veturna vegna snjóa og vegna aurbleytu á þáatíð
F2 Slóðir – Lakfær vegur, fær fjórhjóladrifnum bílum, mjög öflugum fólksbílum og jepplingum.
Einungis slóð, oftar en ekki lægri en landið til beggja hliða. Breidd um 4 m. Lækir og smáár
óbrúaðar.
Oft lokað á veturna vegna snjóa og aurbleytu á þáatíð
F3 Slóðir – Torfær vegur, einungis fær stórum og vel búnum fjórhjóladrifnum bílum, ofurjeppum.
Slóð, oftar en ekki lægri en landið til beggja hliða, geta verið ójafnar, grýttar og með
bleytuíhlaupum. Breidd um 4 m. Oft lokað á veturna vegna snjóa og aurbleytu á þáatíð.