Laus störf hjá Vegagerðinni

 
FánaborgÖll störf eru auglýst á Starfatorginu og þeir sem hafa áhuga á starfi hjá Vegagerðinni er bent á að fylgjast með á þeim vettvangi. Sum störf eru þess utan auglýst í dagblöðunum.
Hér að neðan er að finna störf sem eru auglýst þessa stundina ef einhver eru:

Verkfræðingur á framkvæmdadeild

Vegagerðin auglýsir eftir öflugum einstaklingi í starf sérfræðings á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar í Reykjavík. Um er að ræða fullt starf við áætlanir, undirbúning og framkvæmd stærri verka í nýbyggingu og viðhaldi vega, brúa og vatnavirkja. Umsóknarfrestur er til og með 8. október 2018. Sjá nánar.


Framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Vegagerðinni
Nú vantar okkur öflugan framkvæmdastjóra/fjármálastjóra til að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Vilt þú taka þátt í því verkefni með því að vera hluti af samhentum hópi starfsfólks sem vinnur að því alla daga að vegfarendur komist greiðlega og örugglega um landið? Ef svo er þá erum við með rétta starfið fyrir þig.

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs á sæti í yfirstjórn Vegagerðarinnar og ber ábyrgð á gerð og framkvæmd fjárhagsáætlana Vegagerðarinnar og stýrir fjármálasviði. Fjármálastjóri ber ábyrgð á stefnumótun og þróun sviðsins. Umsóknarfrestur er til og með 8. október  2018. Sjá nánar .