Söguleg gögn

Blaðaefni frá lokum 19. aldar og fyrrihluta 20. aldar


Söfnun efnis.
Það gerist öðru hvoru að áhugamenn um sögu vegagerðar hafi samband við Vegagerðina til að fá upplýsingar um einstakar vegaframkvæmdir frá fyrri tímum eða annan sögulegan fróðleik um samgöngumál. Það hefur verið þungt í vöfum að sinna þessum fyrirspurnum því skjöl frá fyrri tímum hafa verið misjafnlega vel aðgengileg. Það er þó líklegt að fjallað hafi verið um mikið af þessu efni í fréttablöðum á hverjum tíma og að bestu upplýsingar liggi þar. Því hefur Vegagerðin safnað hluta af þessu blaðaefni og koma á tölvutækt form.  Byrjað var á árinu 1900 og unnið þaðan fram eftir öldinni.

Framsetning efnis.
Blaðaefnið er lesið og slegið inn í tölvu. Til þess að gera það læsilegra er notuð nútíma safsetning og ýmislegt, svo sem skammstafanir, sett fram á nútíma máta. Heimilda er að sjálfsögðu getið þannig að þeir sem vilja kynna sér efnið á upprunalegri stafsetningu geta auðveldlega nálgast það á Landsbókasafni. Stuttur útdráttur úr hverri grein er tekinn saman af ritara og hafður í yfirliti og á undan sjálfri greininni.

Efni flokkað eftir árum:

1880

1890

1900

1881

1891

1901

1882

1892

1902

1883

1893

1903

1884

1894

1904

1885

1895

1905

1886

1896

1906

1887

1897

1907

1888

1898

1908

1889

1899

1909