Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 21.2.2018

21.2.2018 15:02

Færð og aðstæður

Hvassviðri og vatnselgur er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Krapi er á Hellisheiði og unnið að útmokstri og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát í kringum moksturstæki.

Á Suðvestur- og Suðurlandi er krapi og hálkublettir. Flughált er í Grafningi.

Hálkublettir eru allvíða á Vesturlandi en krapi milli Arnarstapa og Hellna.

Hálka, snjóþekja og þæfingsfærð er á  vegum á Vestfjörðum. 

Á Norðurlandi er hálkublettir og hvasst á fjallvegum á Norðausturlandi.

Það er víða hálkublettir á Austurlandi og hvasst á Fjarðarheiði og á Vatnsskarði eystra. Greiðfært er að mestu með suðausturströndinni.

Skemmdir á slitlagi

Í því veðurfari sem hefur gengið yfir að undanförnu hefur borið á skemmdum á slitlagi vega. Vegfarendur eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát og haga akstri með tilliti til ástands vegar.

Ófært við Norðlingafljót

Ófært er innst á Hvítársíðuvegi (523) við brúna yfir Norðlingafljót þar sem vatn flæðir yfir veg.

Þungatakmarkanir

Ásþungi

Viðauki 1 hefur verið felldur úr gildi á öllum vegum í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu nema á Hringvegi frá Reykjavík að Selfossi.

Þingskálavegur

Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.