Fréttir
  • Frummatsskýrsla Dynjandisheiði - Bíldudalsvegur

Vestfjarðavegur (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur (63) - Frummatsskýrsla

Kynning til 17. febrúar

20.12.2019

Vegagerðin kynnir hér með 33 – 40 km langa vegagerð á Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði og 29 km langa vegagerð á Bíldudalsvegi, framkvæmd sem fellur undir 5. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. um mat á umhverfisáhrifum. Frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum, sú sem hér er kynnt, hefur verið send Skipulagsstofnun. Stofnunin kynnir framkvæmdina og frummatsskýrsluna með auglýsingum auk þess sem hún mun liggja frammi til kynningar til 17. febrúar 2020 á Bókasafni Bílddælinga, Bókasafninu Ísafirði, Skipulagsstofnun og í Þjóðarbókhlöðunni.

Framkvæmdin er í tveimur sveitarfélögum, Vesturbyggð í Vestur-Barðastrandarsýslu og Ísafjarðarbæ í Vestur-Ísafjarðarsýslu. Um er að ræða nýjan Vestfjarðaveg sem kemur í stað 40 km langs vegarkafla sem liggur frá Hörgsnesi í Vatnsfirði að Mjólkárvirkjun í Borgarfirði  og nýjan  Bíldudalsveg sem kemur í stað 29 km langs vegarkafla sem liggur frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi í Helluskarði. Samtals eru núverandi vegir sem fyrirhugað er að endurnýja 69 km að lengd en nýir vegir verða samtals 62-69 km að lengd, háð leiðarvali.

Framkvæmdaaðili er Vegagerðin og hefur Vestursvæði Vegagerðarinnar umsjón með fyrirhugaðri framkvæmd.

Umsagnir og athugasemdir við frummatsskýrslu skal senda til Skipulagsstofnunar þ.e.a.s. skipulag@skipulag.is.

Frestur almennings til að skila inn umsögnum og athugasemdum við frummatsskýrsluna er til 17. febrúar 2020.

Sjá frummatsskýrsluna, teikningar og viðauka.