Fréttir
  • Undirritun samninga, Vegagerðin tekur við rekstri Hvalfjarðarganga
  • Undirritun samninga, Vegagerðin tekur við rekstri Hvalfjarðarganga
  • Undirritun samninga, Vegagerðin tekur við rekstri Hvalfjarðarganga
  • Undirritun samninga, Vegagerðin tekur við rekstri Hvalfjarðarganga, Halldór Blöndal, Steingrímur J. Sigfússon, Hreinn Haraldson, Gísli Gíslason
  • Hvalfjarðargöng - gjaldtöku hætt
  • Steingrímur J. Sigfússon og Halldór Blöndal fyrrverandi samgönguráðherrar og Hreinn Haraldssson fyrrverandi vegamálastjóri
  • Hvalfjarðargöng
  • Halldór Blöndal, Sigurður Ingi Jóhannsson og Gísli Gíslason
  • Gylfi Þórðarson, Halldór Blöndal, Sigurður Ingi Jóhannsson, Hreinn Haraldsson, Steingrímur J. Sigfússon og Gísli Gíslason
  • Hvalfjarðargöng
  • Undirritun samninga, Vegagerðin tekur við rekstri Hvalfjarðarganga

Vegagerðin tekur við Hvalfjarðargöngum

hætt að innheimta veggjald liðinn föstudag

1.10.2018

Vegagerðin tók við rekstri Hvalfjarðarganga sunnudaginn 30. september en tveimur dögum áður var hætt að innheimta veggjald fyrir að fara um göngin. Veggjald hafði þá verið innheimt í 20 ár eða frá opnun ganganna árið 1998. Skrifað var undir samning þess efnis við munna ganganna Akranesmegin á sunnudaginn.

Framvegis verða því Hvalfjarðargöng hluti vegakerfisins á sama hátt og önnur göng landsins og hægt að aka um þau án þess að greiða fyrir það. Rétt einsog stefnt var að fyrir 20 árum síðan. Óhætt er að segja að gerð og rekstur Hvalfjarðarganga hafi tekist mjög vel í alla staði. Sem sést m.a. á því að gjaldið fyrir að aka í gegn var jafn hátt á fyrsta degi og þeim síðasta. Spölur hf. og Eignarhaldsfélagið Spölur ehf. skila því af sér göngunum þegar öll lán hafa verið gerð upp og með fé í handraðanum til að endurgreiða öllum þeim sem keypt hafa miða og lykla. 

Það voru samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, stjórnarformaður Spalar Gísli Gíslason, stjórnarformaður Eignarhaldsfélagsins Gunnar Gunnarsson og forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir skrifuðu undir samning um yfirtöku ríkisins eða Vegagerðarinnar sem veghaldara á Hvalfjarðargöngum. Gylfi Þórðarson framkvæmdastjóri Spalar vottaði gjörninginn.

Eru þá göngin eign íslensku þjóðarinnar.