Fréttir
  • Grímseyjarferjan Sæfari.

Sæfari í slipp á þriðjudag

mun taka vikuna að lagfæra ferjuna

7.11.2023

Grímseyjarferjan Sæfari mun fara í slipp þriðjudaginn 14. nóvember og mun það taka þá viku að gera við ferjuna. Fram að slipptöku siglir Sæfari til Grímseyjar samkvæmt áætlun. Meðan Sæfari er í slipp verður vöruflutningum sinnt á annan hátt og flugferðum verður fjölgað ef þörf reynist.

Slippurinn áætlar að það muni taka alla næstu viku að klára viðgerðina og falla því allar ferðir þá viku niður utan á mánudag.

Í síðustu viku kom í ljós að hluti kúplingar framan á skrúfuás hefur losnað og þéttingar aflagast við það. Til að koma í veg fyrir frekari skemmdir verður Sæfari tekinn í slipp þann 13. nóvember. Reiknað er með viðgerð geti tekið um vikutíma.

Samið hefur verið við heimamenn um nauðsynlega flutninga með fiskibátnum Þorleifi og Norlandair mun fara aukaferðir ef þarf, á meðan viðgerð stendur yfir.

Uppfært - Sæfari kemst ekki í slipp fyrr en á þriðjudag og því mun ferjan sigla samkvæmt áætlun mánudaginn 13. nóvember.