Fréttir
  • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar fer fram á Hilton Reykjavík Nordica 27. október 2023.

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 27. október 2023

Fjölbreytt dagskrá - skráning stendur yfir

16.10.2023

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2023 verður haldin föstudaginn 27. október á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut, kl. 09.00-16.15.

Almenn skráning - smelltu á hlekkinn. 

Dagskráin er fjölbreytt að venju og endurspeglar það margháttaða rannsókna- og þróunarstarf sem styrkt er af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. 

Sextán rannsóknaverkefni verða til umfjöllunar og samhliða veggspjaldasýning með um tólf verkefnum.

Ráðstefnan hefur alla jafna verið fjölsótt af starfsfólki Vegagerðarinnar, starfsfólki ráðgjafa- og verkfræðistofa, verktaka og almenns áhugafólks um samgöngur og rannsóknir.  

Á ráðstefnunni í ár verður mest fjallað um rannsóknir sem fengu fjárveitingar úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar árið 2022. 

Styrkur rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar liggur í því að styrkja verkefni á mjög breiðu fræðasviði þar sem ekki er endilega einblínt á hefðbundna vegagerð. Verkefnin falla þó undir fjóra almenna flokka sem eru: mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.

Ráðstefnustjóri verður Páll Valdimar Kolka.

Glærur og ágrip fyrirlestra sem og veggspjöld verður hægt að finna á vef Vegagerðarinnar að ráðstefnu lokinni.

  Dagskrá Rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar
 09:00 Setning ráðstefnu, Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.
 09:05 Eldvirkni á Íslandi og hugsanleg áhrif á innviði, Dr. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands.
 09:30 Kolefnishlutlaus bindiefni, Björk Úlfarsdóttir, Colas Ísland.
 09:45 Vindaðstæður við brýr - hermun til stuðnings hönnunarviðmiðum, Darri Kristmundsson, Vatnaskil.
 10:00 Sigmælingar með LiDAR skanna á þyrildi, Sólveig Kristín Sigurðardóttir, Verkís.
 10:15 Kaffihlé og veggspjaldasýning - sjá lista fyrir neðan
 10:45 Kostir hástyrkleikasteypu á brýr, Ólafur H. Wallevik, Háskólinn í Reykjavík.
 11:00 Ástandsskoðun sprautusteypu í jarðgöngum með tilliti til þykktar og væntanlegs líftíma, Benedikt Ó. Steingrímsson og Guðbjartur Jón Einarsson, Mannvit.
 11:15 Kolefnisfótsporsgreining á brimvarnargörðum og sjóvörnum, Majid Eskafi, EFLA (erindi á ensku).
 11:30 Fyrirspurnir
 11:45 Hádegismatur
 13:00 Áhrif á öryggi virkra ferðamáta vegna algrænna umferðarljósa, Davíð Guðbergsson, VSÓ ráðgjöf.
 13:15 Umferðaröryggisaðgerðir og áhrif á leiðarval, Berglind Hallgrímsdóttir, EFLA.
 13:30 Leiðbeiningar um hönnun gatna í þéttbýli, Thijs Kreukels, VSB verkfræðistofa (erindi á ensku).
 13:45 Áhrif fjarvinnu á vegakerfið, Sæunn Gísladóttir, Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri.
 14:00 Grímsvötn: vatnsgeymir, jökulhlaup, upphaf og rennsli, Finnur Pálsson, Jöklahópur Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.
14:15 Fyrirspurnir
14:30 Kaffihlé
 15:00 Rannsóknir á tengslum veðurfarsbreytinga og hreyfinga á og við vegstæði Siglufjarðarvegar um Almenninga, Þorsteinn Sæmundsson, Halldór Geirsson og Hafdís Jónsdóttir, Háskóli Íslands og Vegagerðin.
 15:15  Mælaborð úrkomuvöktunar í Almenningum, Einar Sveinbjörnsson, Veðurvaktin.
 15:30 Opna fjallvegir hlið fyrir landnám innfluttra plöntutegunda á hálendi Íslands, Rannveig Thoroddsen, Náttúrufræðistofnun Íslands.
 15:45  Örmengunarefni í ofanvatni af vegum, Ásta Ósk Hlöðversdóttir, VSB verkfræðistofa.
 16:00  Fyrirspurnir
 16:15  Ráðstefnuslit - léttar veitingar

Veggspjöld á Rannsóknaráðstefnu                                                                                                                                    

Afkoma og hreyfing Breiðamerkurjökuls og afrennsli leysingavatns til Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi, Finnur Pálsson og Eyjólfur Magnússon, Jarðvísindastofnun Háskólans.

Ákvörðun á stífni íslenskra malbiksblandna, Tinna Húnbjörg og Sigurður Erlingsson, Háskóli Íslands og Vegagerðin

Forsteyptar einingar í brýr - Tilviksskoðun á brú yfir Laxá í Kjós, Breki Þórðarson, Helgi S. Ólafsson og Ólafur Sveinn Haraldsson, Háskólinn í Reykjavík og Vegagerðin.

Forsteyptir landstöplar í nýrri brú yfir Öxará í Bárðardal, Franz Sigurjónsson, Helgi S. Ólafsson, Ólafur Sveinn Haraldsson, Ching-Yi Tsai og Bjarni Bessason, EFLA, Vegagerðin og Háskóli Íslands.

Future proglacial lake evolution and outburst flood hazard in Iceland, Greta Wells, Þorsteinn Sæmundsson, Snævarr Guðmundsson og Eyjólfur Magnússon, Jarðvísindastofnun Háskólans.

Nýtt nærsviðslíkan af stórskjálftahreyfingum út frá gerviskjálftaritum með aðferðum Bayesískrar tölfræði, Milad Kowsari, Frenaz Bayat og Benedikt Halldórsson, Háskóli Íslands.

Ólínuleg greining á steyptum stoðveggjum með einingaraðferðinni, Stefán Grímur Sigurðsson, Ching-Yi Tsai, Dórótea Høeg Sigurðardóttir og Bjarni Bessason, Háskóli Íslands.

Ólínuleg töluleg greining á brotmörkum steinsteyptrar brúar yfir Steinavötn, Þorkell Jón Tryggvason, Dórótea Høeg Sigurðardóttir, Ching-Yi Tsai og Bjarni Bessason, Háskóli Íslands.

Strandlínubreytingar á Suðausturlandi frá 1903-2021, Ingibjörg Jónsdóttir og Sigurður Sigurðarson, Háskóli Íslands og Vegagerðin
Vatnafræðileg svörun nokkurra íslenskra vatnasviða við áætluðum loftlagsbreytingum á 21. öld,

Philippe Crochet, sjálfstætt starfandi ráðgjafi.

Þorskafjörður - Uppsetning á aflögunarmæli, Eggert Eiríkur Guðmundsson, Vista verkfræðistofa.

Þróun aðferðar til að skoða undirstöður á brúm með fjölgeislamæli, Sveinn Þórðarson, G. Orri Gröndal, Aron Bjarnason og Einar Óskarsson, Vegagerðin.

Öldumælingar við Ísland, Gunnar Orri Gröndal, Vegagerðin