Fréttir
  • Háreksstaðaleið

Þjónustan um páskana

Vegagerðin gerir þann fyrirvara að mokstur getur fallið niður

14.4.2014

Allar leiðir sem hafa 6 og 7 daga þjónustu verða einnig þjónustaðar á laugardag fyrir páska.

Vegagerðin gerir þann fyrirvara að mokstur getur fallið niður ef veður verður vont og snjóalög mikil.

Vegfarendum er bent á upplýsingasíma um færð, 1777, og á heimasíðu Vegagerðarinnar, vegagerdin.is,  til frekari upplýsinga.

Umferðarþjónustan (þar sem svarað er í síma 1777) er opin á Skírdag frá kl. 06:30 til 22:00, opið verður frá 06:30 á Föstudaginn langa en áætlað er að þjónustu ljúki þann dag kl. 14:00 og við taki bakvakt.

Laugardaginn fyrir páska er opið 06:30 til 22:00.

Á Páskadag verður opið frá kl. 08:00 til u.þ.b. 14:00 þegar bakvakt tekur við. Á annan í páskum er venjuleg vakt.

Vegfarendur athugið!  Færð á vegum er ekki könnuð á vettvangi nema á umferðarþyngstu vegum. Upplýsingar um færð og veður taka annars mið af gögnum frá veðurstöðvum og myndavélum.

Séu veðurhorfur góðar sem og  færð og ástand á vegum getur þjónustu á vegum úti  lokið mun fyrr en snjómokstursreglur segja til um.