Fréttir
  • Skriðurnar í Kinnarfelli sl. vor

Óvenjulegar aðstæður ollu skriðunum í Kinnarfelli

ólíklegt að slíkt endurtaki sig

18.10.2013

Skriðuföllin sem urðu í Kinnarfelli við Ystafell sl. vor eru ákaflega sjaldgjæfir atburðir. Þau urðu við mjög sérstakt veðurfar um veturinn og vorið. Þetta kemur fram í greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands og Veðurstofunnar.

Vegagerðin fékk greinargerðina nýlega en hana má lesa hér.

Niðurstaðan er að "[r]ökrétt er því að álykta sem svo að skriðuföll séu sjaldgæf úr þessari
hlíð og sjaldan skapist skriðuhætta í henni. Allar aðstæður við vorleysingar síðastliðið vor
voru því mjög óvenjulegar og dæmi um hve allt veðurfar haustið 2012 og síðastliðinn vetur
var sérstakt. Þetta er þó atriði sem þarf að kanna betur. Viðbúið er að eitthvað aurrennsli verði
úr stærsta skriðuörinu, næsta eða næstu árin en ekki er ástæða til þess að búast við svipuðum
skriðuföllum vestanmegin í Kinnarfelli á næstunni, nema að svipaðar aðstæður skapist í
fjallinu og síðastliðið vor." segir í greinargerðinni.