Fréttir
  • Útboðsþing

Framkvæmdir Vegagerðarinnar

kynning á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins

5.4.2011

Samtök iðnaðarins halda árlega útboðsþing þar sem kynntar eru verklegar framkvæmdir ársins. Á þinginu í ár voru kynntar opinberar framkvæmdir fyrir 51 milljarð króna. Vegagerðin var á meðal þeirra sem kynntu framkvæmdir ársins 2011.

Fjárveitingar til nýframkvæmda nema um 6 milljörðum króna hjá Vegagerðinni en hluti þess fjár fer til verka sem þegar hafa hafist svo sem Suðurstrandavegar, Vopnafjarðartengingar og Suðurlandsvegar. Fé til nýrra verka nemur 3,1 milljarði króna.

Ný verk eru meðal annarra Undirgöng við Grænás, Vestfjarðavegur um Skálanes, Hringvegur um Ystu Rjúkandi, bílaundirgöng við Straumsvík, ýmiss verkefni við bætt umferðarflæði á höfuðborgarsvæðinu, Snæfellsnesvegur um Haffjarðará, Vestafjarðavegur Eiði-Kjálkafjörður, Strandavegur um botn Steingrímsfjarðar, snjóflóðavarnir á Ólafsfjarðarvegi og nokkur verkefni þar sem bundið slitlag verður lagt á umferðarminni vegi.

Einnig eru ráðgerð nokkur útboð á árinu í sumarþjónustu og vetrarþjónustu og í viðhaldsverkefnum ýmisskonar, mest yfirlögnum.

Einnig má nefna Vaðlaheiðargöng sem eru á vegum Vaðlaheiðarganga hf en útboð og framkvæmd þess verður unnið af Vegagerðinni.

Sjá kynningu á verkefnum ársins hjá Vegagerðinni frá útboðsþingi Samtaka iðnaðarins

Aðrar kynningar á vef Samtaka iðnaðarins