Fréttir
  • NVF lógó Ísland

Aðgengi fyrir alla

Samnorrænt NVF málþing í Reykjavík

21.9.2010

Þemahópur Norræna vegasambandsins (NVF) heldur málþing um aðgengismál í borgum, Universell utformning, í Reykjavík 30. september næstkomandi. Fjallað verður um aðgengi fyrir alla, aðgengi að almenningssamgöngum, sameiginleg svæði (shared space) og margt fleira. Allir velkomnir. Sjá einnig á heimasíðu NVF.


Málþingi verður haldið í Borgartúni 12-14, fimmtudaginn 30. september kl. 09.00-16.30 

Fulltrúar frá Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi og Íslandi efna til málþingsins. Umfjöllunarefnið er sem sagt aðgengismál í borgum og munu hagsmunaaðilar ásamt erlendum og innlendum sérfræðingum segja frá stöðu mála á heimaslóðum. Meðal fyrirlesara er Guðmundur Magnússon formaður Öryrkjabandalags Íslands.

Skráningargjald vegna málþingsins er 5.000.- kr. en innifalinn er hádegismatur og kaffiveitingar

Áhugasamir hafi samband við Pálma Frey Randversson (palmi.randversson@reykjavik.is)