Fréttir
  • Borað Bolungarvíkurmegin

Vel gengur í Bolungarvíkurgöngum

Búið að sprengja rúm 37 prósent

9.2.2009

Búið er að sprengja nærri 40 prósent af Bolungarvíkurgöngum, eða 1928 metra af 5100 metrum. Í síðustu viku voru sprengdir 55 metrar frá Hnífsdal og 39 metrar frá Bolungarvík.

Fylgjast má með framvindu verksins á vef Vegagerðarinnar. Einnig er brú yfir Ósá langt komin Bolungarvíkurmegin auk þess sem unnið er við vegagerð út frá göngunum Hnífsdalsmegin.

Það er Ósafl sem vinnur verkið en að því standa Íslenskir aðalverktakar hf og svissneska verktakafyrirtækið Marti Contractors Ltd. Ítarleg umfjöllun um verkið og framvindu þess má einnig finna á sérstakri síðu hjá vefútgáfu Bæjarins besta á Ísafirði.

Hreinn Haraldsson heimsótti vinnusvæðið í byrjun febrúar.

DSC_0078

DSC_0085

Staðan tekin, rauða línan sýnir hvað búið er að sprengja mikið frá Hnífsdal. Gísli Eiríksson forstöðumaður jarðgangadeildar Vegagerðarinnar og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Eftirlit með verkinu er í höndum Línuhönnunar hf og Geotek ehf.

DSC_0053

 

Brúarsmíði yfir Ósá við munn ganganna við Bolungarvík.

DSC_0113

 

Unnið við vegagerð í Hnífsdal, sjá má munnann í fjallinu.

DSC_0133