Fréttir
  • Við Grindavikurveg

Framhjáhlaupum fækkar á Reykjanesbrautinni

framkvæmdir ganga vel

29.8.2008

Laugardaginn 30. ágúst verður umferð flutt á mislæg vegamót við Grindavíkurveg. Einnig verður framhjáhlaup við Njarðvík tekið af. Vegfarendur mega búast við töfum á umferð á meðan unnið er að færslunni.

Byrjað verður á að taka framhjáhlaup við Njarðvík af um kl. 8 á laugardagsmorgun. Þá verður ekið á nyrðri akbraut Reykjanesbrautar með tvístefnu (1+1) yfir Grindavíkurgatnamót, en þó verður enn framhjáhlaup við vegamót að Stapahverfi.

Vinna við færslu umferðar á mislæg gatnamót við Grindavíkurveg hefst kl. 10. Vegna vinnu við malbikun syðri akbrautar og tengingar verður umferð beint um nyrðri brú til föstudags 5. september. Umferð verður á tvöfaldri braut (2+2) austan við Grindavíkurvegamót.

Umferð frá Keflavík til Grindavíkur verður beint um framhjáhlaup um 400 m vestan við mislæg gatnamót.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna þolinmæði og virða merkingar og hámarkshraða á svæðinu.