Fréttir
  • Frá Reykjanesbrautinni 12. feb.

Eykt byggir brýr á Reykjanesbrautinni

Vinna hefst fljótlega

29.2.2008

Vegagerðin og Eykt ehf skrifuðu undir samning í dag föstudag 29. febrúar þess að efnis að Eykt ljúki smíði brúa vegna mislægra gatnamóta á Reykjanesbrautinni.

Verkið mun hefjast um miðjan mars. Tvær brýr eru eftir á þeim níu km kafla sem bíður tvöföldunar. Brýrnar eru við mislæg gatnamót við Stapahverfi og Njarðvík. Reiknað er með að fyrri brúarsmíðinni ljúki 5. júlí og þeirri seinni í september/október. Eykt tekur einnig að sér frágang þeirra brúa sem þegar er búið að steypa upp. Samningurinn hljóðar upp á ríflega 81 milljón króna.

Aðrir þættir verksins, jarðvinna og lagning bundins slitlags verða boðið út á næstu dögum.