Fréttir
  • Norðausturvegur (85) um Tjörnes

Afhending viðurkenningar fyrir vegagerðarmannvirki

Akureyri 26. október 2006

27.10.2006

Dómnefnd vegna viðurkenningar Vegagerðarinnar fyrir gerð og frágang mannvirkja hefur lokið störfum og ákveðið að framkvæmdin Norðausturvegur (85) á Tjörnesi skuli hljóta viðurkenningu að þessu sinni.

Til greina komu verk sem lokið var við á árunum 2002-2004.

Viðurkenningarskjöl voru afhent á Akureyri 26. október. Það voru Norðaustursvæði Vegagerðarinnar og verktakinn Ístak hf. sem tóku á móti viðurkenningunum.

Þessi viðurkenning hefur einu sinni áður verið veitt og var það fyrir mannvirki sem lokið var við á árunum 1999-2003. Þá var það Vatnaleið sem var valin.

Greinargerð dómnefndar.

Afhending viðurkenningar fyrir vegagerðarmannvirki 2002-2004 á Akureyri 23. október 2006.

Afhending viðurkenningar fyrir vegagerðarmannvirki 2002-2004 á Akureyri 26. október 2006.

Frá vinstri talið:

Birgir Guðmundsson svæðisstjóri Norðaustursvæðis Vegagerðarinnar.

Fanney S. Ingvadóttir, Teikn á lofti, hönnun áningarstaðar.

Guðmundur Heiðreksson Vegagerðinni, hönnuður.

Sigurður Oddsson Vegagerðinni, umsjón framkvæmdar.

Hermann Sigurðsson verkefnisstjóri Ístaks.

Loftur Árnason framkvæmdastjóri Ístaks.

Ingólfur Jóhannsson garðyrkjumaður, verktaki við áningarstað.