Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin eftir vikudögum

Mikil aukning umferðar á Hringvegi í janúar

aukningin nam tæpum sex prósentum

5.2.2018

Umferðin í janúar jókst um 5,9 prósent miðað við sama mánuð á síðast ári sem kemur ef til vill svolítið á óvart þar sem tíðarfar var frekar erfitt í mánuðinum og þörf á lokunum fjallvega tíðari en oft áður. Með þessu var sett nýtt met í fjölda bifreiða á Hringveginum í janúar frá upphafi þessara mælinga. Eigi að síður var aukningin mun meiri fyrir ári síðan sem er vísbending um að það dragi úr hraða umferðaraukningarinnar.

Milli mánaða 2017 og 2018
Umferðin jókst um 5,9% milli janúarmánaða 2017 og 2018, þar með var slegið nýtt met í fjölda ökutækja á Hringveginum í janúar.  Aukning varð í öllum landssvæðum en mest jókst umferðin um Suðurland eða um rúmlega 10%. Minnst jókst umferð um Vesturland eða um 2%. Eins og sést á töflunni neðar á síðunni þá var aukningin um tvöfalt meiri á síðasta ári á sama tíma fyrir ári þ.a.l. kann þetta að gefa vísbendingu um hóflegri aukningu nú í ár.

Athygli vekur að umferðin um teljarasnið á Hellisheiði jókst mest allra mælipunkta.

Umferðin eftir vikudögum

Umferðin jókst í öllum vikudögum nema sunnudögum en þar varð um 6,2% samdráttur en mest jókst umferðin á fimmtudögum eða um 10,6%.

Mest var ekið á föstudögum en minnst á sunnudögum.

Talnaefni

Samanburðartafla