Fréttir
  • Umferðin hlutfallsleg aukning
  • Umferðin samanlögð
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Metumferð á höfuðborgarsvæðinu í október

heldur minni aukning en á Hringvegi

3.11.2023

Umferðin um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst um 2,8 prósent í október. Þótt þetta sé heldur minni aukning en sást á Hringveginum í sama mánuði var eigi að síður slegið umferðarmet. Útlit er fyrir að umferðin í ár á svæðinu aukist um 4,5 prósent.

Milli mánaða
Öllu hógværari aukning varð í umferð yfir þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu í október en á Hringvegi í sama mánuði en umferðin jókst um 2,8% miðað við sama mánuð á síðasta ári.  Um er að ræða nýtt met í októberumferð á höfuðborgarsvæðinu en aldrei áður hafa farið jafn mörg ökutæki um mælisniðin þrjú í október mánuði.

Mest jókst umferðin um mælisnið ofan við Ártúnsbrekku eða um 3,2% en minnst jókst umferðin um Hafnarfjarðarveg við Kópavogslæk eða um 1,8%.

Í nýliðnum október var mest ekið yfir mælisnið á Reykjanesbraut eða tæplega 70 þúsund ökutæki á sólarhring  en minnst yfir mælisnið á Hafnarfjarðarvegi eða rétt rúmlega 48 þúsund ökutæki á sólarhring

Frá áramótum
Núna hefur umferðin aukist um 4,5% frá áramótum borið saman við sama tímabil á síðasta ári.

Umferð eftir vikudögum
Mest var ekið á föstudögum, í síðasta mánuði, en minnst á sunnudögum.

Umferð jókst hins vegar hlutfallslega mest á sunnudögum milli ára eða um 6,7% en 1,4% samdráttur varð í umferð á fimmtudögum sé miðað við sama mánuð á síðasta ári.

Horfur út árið 2023
Hegði umferðin sér líkt og í meðalári það sem eftir lifir árs má búist við að hún aukist um 4,5% miðað við síðasta ár. Verði það niðurstaðan hefur aldrei áður mælst meiri umferð í þessum þremur lykilmælisniðum.