Fréttir
  • Umferðin hlutfallsleg aukning
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin samanlögð
  • Umferðin eftir vikudögum

Metin falla í umferðinni á Hringvegi

Aldrei mælst meiri umferð í febrúar

4.3.2024

Umferðin heldur áfram að slá eigin met á Hringveginum. Umferðin í febrúar um 16 lykilsnið Vegagerðarinnar jókst um tæplega 12 prósent. Aldrei áður hefur mælst meiri umferð í febrúar. Athygli vekur að það er umferðin um Suðurland sem eykst mest.

Milli mánaða 2023 og 2024
Febrúarumferðin hefur aldrei verið meiri en í nýliðnum mánuði, fyrir 16 lykilteljara á Hringvegi. Hún reyndist tæplega 12% meiri núna miðað við sama mánuð á síðasta ári.  Umferðin í febrúar 2023 var einnig met umferð svo núna hefur þá verið slegið nýtt met í umferð í febrúar.

Mest jókst umferð yfir mælisnið á Suðurlandi, eða um rúmlega 19%, en minnst jókst umferðin um Austurland eða um 1,5%.

Umferð yfir mælisnið á Geithálsi jókst mest eða um 24% og fast þar á eftir kom mælisnið á Hellisheiði með 22,5% aukningu. Það er óvenjulegt að svo umferðarmikil snið hækki þetta mikið.  En það má við þetta bæta að bæði þessi snið hækkuðu líka mikið á síðasta ári í febrúar.  Minnst jókst umferð um mælisnið á Fagradal á Austurlandi eða um tæpt 1%.

Samanburðartafla










Frá áramótum
Nú þegar tveir fyrstu mánuðir ársins eru liðnir hefur umferð aukist um 9% frá áramótum. Mest um Suðurland eða um tæplega 17%. Minnst hefur umferð aukist um Austurland eða um 1%.

Umferð eftir vikudögum
Mest er ekið á föstudögum og minnst á laugardögum.

Hlutfallslega hefur umferð aukist mest á sunnudögum eða um tæp 22% en minnst hefur umferð aukist á miðvikudögum eða um rúmlega 5%. það sem af er ári miðað við sama tímabil á síðasta ári.

Athugið!
Tekið skal fram að áðurnefnd gögn eru grófrýnd og gætu tekið breytingum við endanlega yfirferð.