Fréttir
  • Matsáætlun-teikning

Hringvegur (1) um Síðu í Skaftárhreppi - matsáætlun

Mat á umhverfisáhrifum

25.8.2023

Til stendur að endur- og/eða nýbyggja Hringveg (1) milli Fossála og Breiðbalakvíslar, austan Kirkjubæjarklausturs í Skaftárhreppi. Tveir valkostir eru nefndir í matsáætlun sem lögð hefur verið fram til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdanna.

Í tengslum við framkvæmdina verða byggðar tvær nýjar, tveggja akreina, brýr yfir Fossála og Breiðbalakvísl.

Í matsáætluninni er gerð grein fyrir framkvæmdinni, framkvæmda- og áhrifasvæði hennar, ásamt þeim þáttum umhverfisins sem taldir eru geta orðið fyrir áhrifum.

Nánari upplýsingar um matsáætlunina.