Fréttir
  • Íbúar Vestmannaeyja geta nýtt sér afsláttarkerfi Loftbrúar þegar keypt er flug milli lands og Eyja.

Flogið daglega til Vestmannaeyja

Frá 30. nóvember til 6. desember

29.11.2023

Vegagerðin hefur samið við Icelandair um að fljúga daglega til Vestmannaeyja meðan ferjan Herjólfur fer í slipp.

Flogið verður einu sinni á dag á tímabilinu 30. nóvember til 6. desember. Til flugsins verða notaðar Dash-8 flugvélar en þær vélar taka 37 farþega.  Hægt er að bóka á vef Icelandair.

Íbúar með lögheimili í Vestmannaeyjum eiga þess kost að nýta afsláttarkerfi Loftbrúar og fá 40 % afslátt af flugfargjöldum.

Alvarleg bilun kom upp í skrúfubúnaði Herjólfs 22. nóvember þannig að önnur skrúfa skipsins var óvirk. Skipið sigldi á annarri skrúfunni um tíma enda var það talið öruggt. Hins vegar fór skipið hægar yfir en ella. Herjólfur III er kominn til landsins frá Færeyjum til að leysa skipið af á siglingaleiðinni milli lands og Eyja.

Herjólfur fer í slipp í Hafnarfirði 29. nóvember. Áætlað er að viðgerðin taki fimm til sjö daga. Gert er ráð fyrir að siglingar Herjólfs hefjist að nýju um miðja næstu viku.