Fréttir
  • Fyrirhuguð brú yfir Fossvog.
  • 2. sæti Hvalbak
  • 3. sæti Sjónarrönd.
  • Bæjarstjórar Kópavogs og Reykjavíkur með vinningshöfum frá Eflu

Alda yfir Fossvog

Úrslit úr hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog

8.12.2017

Úrslit í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog voru tilkynnt í  morgun.

Vinningstillagan ber heitið Alda. Tillagan fékk góða einkunn í öllum flokkum. Samtals hlaut hún 110,4 stig af 130 mögulegum. Að baki vinningstillögunni er teymi frá verkfræðistofunni EFLU og BEAM Architects.

Úr umsögn dómnefndar:

„Mannvirkið er látlaust en jafnframt kröftugt. Brúin virkar einföld við fyrstu sýn en vex við nánari skoðun. Brúin fellur áreynslulaust að umhverfi sínu og mjúk bylgjulögun brúarinnar er áhugaverð skírskotun í öldur hafsins. Léttleiki brúarinnar keppir ekki við náttúrulegt umhverfi heldur skapar fallega sýn á sjóndeildarhringinn fyrir vegfarendur beggja vegna vogsins. Umferð fyrir alla samgöngumáta er greið og tengingar við brúarenda vel útfærðar. Aðgreining milli ólíkra samgöngumáta er vel leyst, stuðlar að öryggi allra vegfarenda og aðgengi fyrir alla. Tillagan sýnir góða heildræna nálgun gagnvart öllum þáttun tæknilegrar hönnunar. Framsetning tillögunnar er mjög skýr og öllum þáttum vel lýst í máli og myndum. Efnisval brúarinnar er vel rökstutt út frá endingu og viðhaldi.“

Hönnunarsamkeppnin var opin og í tveimur þrepum. Á fyrra þrepi bárust 15 tillögur sem nálguðust viðfangsefni keppninnar á mjög fjölbreyttan hátt. Þrjár tillögur hlutu flest stig í fyrra þrepi. Þær áttu það sammerkt að vera með sterkt heildaryfirbragð og heildræna nálgun á veigamestu þætti verkefnisins. Var það mat dómnefndar að brýr samkvæmt tillögunum þremur hefðu alla burði til að sinna hlutverki sínu sem skilvirkt samgöngumannvirki og sem fallegt kennileiti á höfuðborgarsvæðinu.

Bygging brúar yfir Fossvog er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, sveitarfélaganna Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar, og Betri samgangna ohf. Brú yfir Fossvog er hluti af 1. áfanga Borgarlínunnar samkvæmt Samgöngusáttmálanum.

Vegagerðin bauð keppnina úr á Evrópska efnahagssvæðinu fyrir hönd samstarfsaðilanna.

Sýning á tillögunum þremur má skoða í anddyri Háskólans í Reykjavík fram yfir helgi. Nánari upplýsingar, myndir og myndbönd um tillögurnar verða birt á vefsíðunni www.borgarlinan.is

Alda

1.    sæti: Tillaga 0426052 Alda

Bjóðandi EFLA hf.

Verkfræðingar

Magnús Arason, EFLA
Kristján Uni Óskarsson, EFLA
Berglind Hallgrímsdóttir, EFLA
Nína Gall Jörgensen, EFLA
Guðrún María Guðjónsdóttir, EFLA
Andri Gunnarsson, EFLA
Baldvin Einarsson, EFLA

Arkitektar

James Marks, BEAM Architects
Keith Brownlie, BEAM Architects

Landslagsarkitektar

Ómar Ingþórsson, EFLA
Svana Rún Hermannsdóttir, EFLA

Lýsingarhönnuðir

Kevan Shaw, KSLDSara Tobalina del Val KSLD
Jarþrúður Þórarinsdóttir, EFLA

Miðlunarfræðingur

Þröstur Thor Bragason, EFLA

Hvalbak

2. sæti: Tillaga 2023116 Hvalbak

Bjóðandi KI Rådgivende Ingeniører (áður Krabbenhøft & Ingolfsson ApS)

Tillagan var unnin af KI Rådgivende Ingeniører og Gottlieb Paludan Architects í samstarfi við ES-Consult og Gísla Sæmundsson arkitekt hjá Arkteikn.

KI Rådgivende Ingeniører (DK)

Einar Þór Ingólfsson, verkfræðingur PhD

Nuno Martins, verkfræðingur

Benedikt Bjarnasson, verkfræðingur

Gottlieb Paludan, arkitekt (DK)

Christian Ernst, arkitekt MAA

Matteo Compri, arkitekt M.A.

Vadstrup Schmidt, arkitekt B.A.

Victor Alexander Pedersen, arkitekt B.A.

Rani Kamel, arkitekt B.A.

Jonas Lambert Johansen, landslagsarkitekt MAA

Thomas bonde Hansen, arkitekt MAA

ES-Consult (DK)

Carsten Munk Plum, verkfræðingur

Arkteikn

Gísli Sæmundsson, arkitekt FAÍ

Sjónarrönd

3. sæti: Tillaga 2567739 – Sjónarrönd

Bjóðandi Basalt arkitektar ehf.

Basalt arkitektar:

Hrólfur Karl Cela
Marcos Zotes
Sigríður Sigþórsdóttir
Dagbjört Jónsdóttir
Javier Bootello

Cowi:

Ian Firth
Andrew Mountjoy
Chris Walker

Dagný Land Design:

Dagný Bjarnadóttir
Elisa Sarasso

Mannvit:

Jón Guðni Guðmundsson
Tryggvi Jónsson
Valdimar Örn Helgason

Speirs + Major Light Architecture:

Keith Bradshaw
Philip Rose

Wilkinson Eyre:

Jim Eyre
Aleca Haeger
Emma Mooney
James Barrington
Katharine Hubbard
Polys Christofi
Sabah Ashiq
Zhuo-Ming Shia