1909

Þjóðólfur, 16. apríl 1909, 61. árg., 16. tbl., bls. 62:

Alþingi
vegamál.
Samgöngumálanefndin í neðrideild er fékk frv. þeirra Einars Jónssonar og Sigurðar Sigurðssonar um þá breyting vegalaganna 22. nóv. 1907, að landsjóður kosti viðhald flutningabrautar frá Reykjavík að Ytri-Rangá, ásamt viðhaldi og gæslu Ölfusár og Þjórsárbrúar, hefur nú látið upp álit sitt um frv. þetta, og vill hún öll að undanteknum Einari Jónssyni fella það. Telur meiri hlutinn þetta mannvirki Árnesingum og Rangæingum til svo mikilla hagsmuna, að þeim finnst eigi annað hlýða, en að þeir sjái sjálfir um viðhald þess. Telur nefndin að aðrar sýslur muni koma á eftir, og heimta að landsjóður kosti líka viðhald mannvirkja þeirra, sem þar kunna að vera. M. hl. nefndarinnar getur heldur ekki fallist á breytingartillögur þær, er frv. vildi gera á afhending flutningabrauta og úttekt á þeim, og fer hún þar eftir áliti verkfræðings landsins (Jóns Þorlákssonar). Minni hlutinn (Einar Jónsson) segist ekki hafa sannfærst um, að frv. fari fram á annað en fyllstu sanngirniskröfur. Vill að aðalreglan verðu sú, að landsjóður kosti að sem mestu leyti viðhald allra aðalpóstvega í landinu, og það því fremur sem póstferðirnar gefi landsjóði talsverðar tekjur, eða íþyngja sem minnst hlutaðeigandi sýslufélögum með fjárútlátum til viðhals slíkra vega. En eftir að hafa heyrt undirtektir meiri hluta nefndarinnr og séð umsögn landsverkfræðingsins, sér hann sér eigi færi að halda frv. til streitu í því formi sem það nú sé. Vill hann því láta landsjóð kosta viðhald flutningsbrautarinnar frá Reykjavík austur um Ölfus að vegamótum Grímsnesbrautarinnar við Ingólfsfjall, en Rangárvallasýsla taki ekki þátt í viðhaldi flutningabrautarinnar utan Þjórsár.
Frv. þetta var fellt frá 2. umr. í Nd. í gær.


Þjóðólfur, 16. apríl 1909, 61. árg., 16. tbl., bls. 62:

Alþingi
vegamál.
Samgöngumálanefndin í neðrideild er fékk frv. þeirra Einars Jónssonar og Sigurðar Sigurðssonar um þá breyting vegalaganna 22. nóv. 1907, að landsjóður kosti viðhald flutningabrautar frá Reykjavík að Ytri-Rangá, ásamt viðhaldi og gæslu Ölfusár og Þjórsárbrúar, hefur nú látið upp álit sitt um frv. þetta, og vill hún öll að undanteknum Einari Jónssyni fella það. Telur meiri hlutinn þetta mannvirki Árnesingum og Rangæingum til svo mikilla hagsmuna, að þeim finnst eigi annað hlýða, en að þeir sjái sjálfir um viðhald þess. Telur nefndin að aðrar sýslur muni koma á eftir, og heimta að landsjóður kosti líka viðhald mannvirkja þeirra, sem þar kunna að vera. M. hl. nefndarinnar getur heldur ekki fallist á breytingartillögur þær, er frv. vildi gera á afhending flutningabrauta og úttekt á þeim, og fer hún þar eftir áliti verkfræðings landsins (Jóns Þorlákssonar). Minni hlutinn (Einar Jónsson) segist ekki hafa sannfærst um, að frv. fari fram á annað en fyllstu sanngirniskröfur. Vill að aðalreglan verðu sú, að landsjóður kosti að sem mestu leyti viðhald allra aðalpóstvega í landinu, og það því fremur sem póstferðirnar gefi landsjóði talsverðar tekjur, eða íþyngja sem minnst hlutaðeigandi sýslufélögum með fjárútlátum til viðhals slíkra vega. En eftir að hafa heyrt undirtektir meiri hluta nefndarinnr og séð umsögn landsverkfræðingsins, sér hann sér eigi færi að halda frv. til streitu í því formi sem það nú sé. Vill hann því láta landsjóð kosta viðhald flutningsbrautarinnar frá Reykjavík austur um Ölfus að vegamótum Grímsnesbrautarinnar við Ingólfsfjall, en Rangárvallasýsla taki ekki þátt í viðhaldi flutningabrautarinnar utan Þjórsár.
Frv. þetta var fellt frá 2. umr. í Nd. í gær.