1908

Þjóðólfur, 28. febrúar 1908, 60. árg., 9. tbl., bls. 34:

Fregnbréf úr sveitinni.
Vestur-Skaptafellssýslu (Síðu) 25. jan.
Fréttir úr þessum héruðum sýslunnar eru fremur litlar. Tíðarfar hefur verið mjög gott, það sem af er vetri, sama sem enginn snjór, en einlægar þíður.
......
Samgöngubætur eru hér einnig nokkrar. Brú á Skaptá var smíðuð vorið 1904, stór og vönduð, enda þurfti þess með, því Skaptá er oft ill yfirferðar, vatnsmikil og blaut, en umferð mikil yfir hana, bæði að sunnan og ofan. Sömuleiðis var Hólmsá brúuð og Ásavatn í vor, sem bæði eru í Skaptártungu: verður svo gerður vegur frá Skaptárbrú út yfir eldhraunið mikla, sem rann fram úr Skaptárjökli; er það mest allt með glufum og gjám, en þegar sá vegur er kominn, verður hægt að komast nær því þurrum fótum út í Vík.


Þjóðólfur, 28. febrúar 1908, 60. árg., 9. tbl., bls. 34:

Fregnbréf úr sveitinni.
Vestur-Skaptafellssýslu (Síðu) 25. jan.
Fréttir úr þessum héruðum sýslunnar eru fremur litlar. Tíðarfar hefur verið mjög gott, það sem af er vetri, sama sem enginn snjór, en einlægar þíður.
......
Samgöngubætur eru hér einnig nokkrar. Brú á Skaptá var smíðuð vorið 1904, stór og vönduð, enda þurfti þess með, því Skaptá er oft ill yfirferðar, vatnsmikil og blaut, en umferð mikil yfir hana, bæði að sunnan og ofan. Sömuleiðis var Hólmsá brúuð og Ásavatn í vor, sem bæði eru í Skaptártungu: verður svo gerður vegur frá Skaptárbrú út yfir eldhraunið mikla, sem rann fram úr Skaptárjökli; er það mest allt með glufum og gjám, en þegar sá vegur er kominn, verður hægt að komast nær því þurrum fótum út í Vík.