1906

Ísafold, 7. febrúar 1906, 33.árg., 8. tbl., forsíða:

Landsvegagerð 1905.
Landsvegfræðingurinn (J. Þ.) skýrir frá, að lagðir hafi verið í sumar 4757 faðmar af þjóðvegum (á aðalpóstleiðum), 3100 fðm. af flutningabrautum og 1880 fðm. af fjallvegum, samtals nær 2½ míla, með 35 þús. kr. kostnaði eða 3½ kr. á faðminn til jafnaðar, - minnst 1 kr., mest 7½ kr.
Lögð var brú á Hítará, hjá Brúarfossum, 27½ alin á lengd milli stöpla. Hún kostaði 4300 kr. En auk þess lokið við 3 stórbrýr, er verið hafa í smíðum alllengi sumar; á Lagarfljóti frá Egilsstöðum, Jökulsá í Axarfirði og Sogið í Árnessýslu. Lagarfljótsbrúin er 480 álna löng og hefir kostað 120 þús. kr., Jökulsárbrúin 164 álnir, hengibrú, og kostaði 57 þús.; Sogsbrúin, hengibrú af járni, 60 áln., og kostaði 15 þús.
Þjóðvegarkaflar nýgerðir, 5 álna breiðir, eru: 915 frm. í Helgafellssveit (Stykkishólms vegur), 2000 fðm. í Langadal nyrðra og á Vatnsskarði, 1322 fðm. Í Kræklingahlíð og 520 fðm. í Suðursveit. Ruddir voru og vegakaflar hingað og þangað, t. d. við Hvalfjörð norðanverðan, á Holtavörðuheiði, í Miðdölum.
Flutningabrautir, 6 álna breiðar: 1400 fðm. í Borgarfirði og 1700 á Fagradal eystra.
Fjallvegir, 4 álna; 1450 fðm. á Brekkuheiði á Langanesi, og nær 400 á Kolugafjalli nyðra


Ísafold, 7. febrúar 1906, 33.árg., 8. tbl., forsíða:

Landsvegagerð 1905.
Landsvegfræðingurinn (J. Þ.) skýrir frá, að lagðir hafi verið í sumar 4757 faðmar af þjóðvegum (á aðalpóstleiðum), 3100 fðm. af flutningabrautum og 1880 fðm. af fjallvegum, samtals nær 2½ míla, með 35 þús. kr. kostnaði eða 3½ kr. á faðminn til jafnaðar, - minnst 1 kr., mest 7½ kr.
Lögð var brú á Hítará, hjá Brúarfossum, 27½ alin á lengd milli stöpla. Hún kostaði 4300 kr. En auk þess lokið við 3 stórbrýr, er verið hafa í smíðum alllengi sumar; á Lagarfljóti frá Egilsstöðum, Jökulsá í Axarfirði og Sogið í Árnessýslu. Lagarfljótsbrúin er 480 álna löng og hefir kostað 120 þús. kr., Jökulsárbrúin 164 álnir, hengibrú, og kostaði 57 þús.; Sogsbrúin, hengibrú af járni, 60 áln., og kostaði 15 þús.
Þjóðvegarkaflar nýgerðir, 5 álna breiðir, eru: 915 frm. í Helgafellssveit (Stykkishólms vegur), 2000 fðm. í Langadal nyrðra og á Vatnsskarði, 1322 fðm. Í Kræklingahlíð og 520 fðm. í Suðursveit. Ruddir voru og vegakaflar hingað og þangað, t. d. við Hvalfjörð norðanverðan, á Holtavörðuheiði, í Miðdölum.
Flutningabrautir, 6 álna breiðar: 1400 fðm. í Borgarfirði og 1700 á Fagradal eystra.
Fjallvegir, 4 álna; 1450 fðm. á Brekkuheiði á Langanesi, og nær 400 á Kolugafjalli nyðra