1905

Austri, 19. sept. 1905, 15. árg., 33. tbl., bls. 125:

Vígsla Lagarfljótsbrúarinnar fór fram þann 14. þ.m.
Var þar samankomið margt manna, en þó tiltölulega fáir héraðsbúar, sem mun hafa orsakast af því að þetta var eigi heppilegur tími fyrir bændur sökum heyanna.
Hófst hátíðin með því að flokkur manna söng "Ó, guðs vors lands". Þá sté landritarinn Klemens Jónsson í ræðustólinn og hélt þar snjalla ræðu sem birt er hér að framan í blaðinu. Síðan var sungið: "Eldgamla Ísafold". Var þá gengið í prósessinu yfir brúna sem var fagurlega skreytt með blómum og yfir hliðinu letrað úr blómsveigum Lagarfljótsbrú 14. sept. 1905. - Fremstur gekk síra Þórarinn á Valþjófsstað með íslenska fánann, þá landritari og Jóh. Jóhannesson og svo hver af öðrum. Þegar yfir brúna kom hélt sýslum stutta ræðu og bað menn að hrópa þrefalt húrra fyrir brúnni og bauð hann síðan öllum þingheimi að þiggja góðgjörðir í tjaldi miklu er reist var norðan verðu við brúna. Talið var að yfir brúna hefðu gengið í prósessiunni um 450 manns, en það mun ekki hafa verið meira en tveir þriðju af fólki því er þar var samankomið,
Tjöld voru reist báðu megin við fljótið og gátu menn keypt þar allskonar góðgæti. Inni í tjöldunum fóru fram nokkur ræðuhöld, sem fáir áttu kost á að heyra. Um miðaftan var samkomunni slitið.


Austri, 19. sept. 1905, 15. árg., 33. tbl., bls. 125:

Vígsla Lagarfljótsbrúarinnar fór fram þann 14. þ.m.
Var þar samankomið margt manna, en þó tiltölulega fáir héraðsbúar, sem mun hafa orsakast af því að þetta var eigi heppilegur tími fyrir bændur sökum heyanna.
Hófst hátíðin með því að flokkur manna söng "Ó, guðs vors lands". Þá sté landritarinn Klemens Jónsson í ræðustólinn og hélt þar snjalla ræðu sem birt er hér að framan í blaðinu. Síðan var sungið: "Eldgamla Ísafold". Var þá gengið í prósessinu yfir brúna sem var fagurlega skreytt með blómum og yfir hliðinu letrað úr blómsveigum Lagarfljótsbrú 14. sept. 1905. - Fremstur gekk síra Þórarinn á Valþjófsstað með íslenska fánann, þá landritari og Jóh. Jóhannesson og svo hver af öðrum. Þegar yfir brúna kom hélt sýslum stutta ræðu og bað menn að hrópa þrefalt húrra fyrir brúnni og bauð hann síðan öllum þingheimi að þiggja góðgjörðir í tjaldi miklu er reist var norðan verðu við brúna. Talið var að yfir brúna hefðu gengið í prósessiunni um 450 manns, en það mun ekki hafa verið meira en tveir þriðju af fólki því er þar var samankomið,
Tjöld voru reist báðu megin við fljótið og gátu menn keypt þar allskonar góðgæti. Inni í tjöldunum fóru fram nokkur ræðuhöld, sem fáir áttu kost á að heyra. Um miðaftan var samkomunni slitið.