1901

Fjallkonan, 26. apríl, 1901, 18. árg., 16. tbl., bls. 2:

Sýslufundur Árnesinga.
Þar voru þessi helst mál:
Samgöngumál. Ítrekuð beiðni um fé til Sogsbrúar, og heitið framlögum viðlíka og fyrr eða meiri. Beðið um að landssjóður taki að sér brúargæsluna, en til vara að brúarlánið, það eftir er, verði gefið eftir. (Sýslubúar vilja nefnilega stofna brúa- og vegasjóð hjá sér af þessu fé. Gæti það orðið mesta gagn fyrir héraðið og léttir fyrir landssjóð á sínum tíma). Beðið um umbætur verstu kaflanna á veginum milli Þingvalla og Geysis. Beðið um 400 kr. til Grindaskarðsvegar, og svo mælst til að sýslunefnd Gullbringusýslu láti bæta veginn þaðan til Hafnarfjarðar. Verkfærir menn í sýslunni voru nú aðeins 1370; (í fyrra 1401). Vegafé skuldlaust 723 kr., sem hrekkur skammt til allra vegaþarfa í sýslunni.


Fjallkonan, 26. apríl, 1901, 18. árg., 16. tbl., bls. 2:

Sýslufundur Árnesinga.
Þar voru þessi helst mál:
Samgöngumál. Ítrekuð beiðni um fé til Sogsbrúar, og heitið framlögum viðlíka og fyrr eða meiri. Beðið um að landssjóður taki að sér brúargæsluna, en til vara að brúarlánið, það eftir er, verði gefið eftir. (Sýslubúar vilja nefnilega stofna brúa- og vegasjóð hjá sér af þessu fé. Gæti það orðið mesta gagn fyrir héraðið og léttir fyrir landssjóð á sínum tíma). Beðið um umbætur verstu kaflanna á veginum milli Þingvalla og Geysis. Beðið um 400 kr. til Grindaskarðsvegar, og svo mælst til að sýslunefnd Gullbringusýslu láti bæta veginn þaðan til Hafnarfjarðar. Verkfærir menn í sýslunni voru nú aðeins 1370; (í fyrra 1401). Vegafé skuldlaust 723 kr., sem hrekkur skammt til allra vegaþarfa í sýslunni.