1900

Fjallkonan, 9. mars, 1900, 17. árg., 9. tbl., bls. 3:

Brú brotin niður.
Brúin á Norðurá í Skagafirði er gersamlega brotin niður og varð þess vart snemma í febrúar. Hún var byggð í sumar sem leið skammt frá póstleiðinni. Ekki er fullkunnugt, hvort brúin hefur sligast niður undan þunga sjálfrar síns, eða stormar hafa hrist hana út af stöplunum, því þeir höfðu verið mjóir og brúarkjálkarnir tæpir á þeim. Brú þessi var tekin út af smiðnum, þegar hann var búinn að byggja hana, og er sagt að úttektarmenn hafi ekkert verulegt séð út á hana að setja, og þó er sagt, að farið hafi verið þá þegar að bera á því, að hún hafi verið farin að síga lítið eitt öðrum megin. Er því mjög líklegt að það hafi stutt að því að hún brotnaði af. Talið er víst, að brúarsmiðurinn verði laus við alla ábyrgð af brú þessari, bæði fyrir samning þann er hann gerði viðvíkjandi byggingunni, og svo eftir áliti úttektarmannana, því þeir höfðu áliti öllum skilmálum fullnægt, svo líklegt er að landssjóður beri allan skaðann. Brúarsmiðurinn er Snorri Jónsson af Oddeyri, og hafði amtmaðurinn nyrðra haft yfirumsjón verksins, en ekki er oss kunnugt hvort verkfræðingur landsins hefur átt þátt í því. Brúin kostaði um 3000 kr.


Fjallkonan, 9. mars, 1900, 17. árg., 9. tbl., bls. 3:

Brú brotin niður.
Brúin á Norðurá í Skagafirði er gersamlega brotin niður og varð þess vart snemma í febrúar. Hún var byggð í sumar sem leið skammt frá póstleiðinni. Ekki er fullkunnugt, hvort brúin hefur sligast niður undan þunga sjálfrar síns, eða stormar hafa hrist hana út af stöplunum, því þeir höfðu verið mjóir og brúarkjálkarnir tæpir á þeim. Brú þessi var tekin út af smiðnum, þegar hann var búinn að byggja hana, og er sagt að úttektarmenn hafi ekkert verulegt séð út á hana að setja, og þó er sagt, að farið hafi verið þá þegar að bera á því, að hún hafi verið farin að síga lítið eitt öðrum megin. Er því mjög líklegt að það hafi stutt að því að hún brotnaði af. Talið er víst, að brúarsmiðurinn verði laus við alla ábyrgð af brú þessari, bæði fyrir samning þann er hann gerði viðvíkjandi byggingunni, og svo eftir áliti úttektarmannana, því þeir höfðu áliti öllum skilmálum fullnægt, svo líklegt er að landssjóður beri allan skaðann. Brúarsmiðurinn er Snorri Jónsson af Oddeyri, og hafði amtmaðurinn nyrðra haft yfirumsjón verksins, en ekki er oss kunnugt hvort verkfræðingur landsins hefur átt þátt í því. Brúin kostaði um 3000 kr.