1895

Ísafold, 18. maí 1895, 22. árg., 43. tbl., bls. 170:

Uppsigling um Lagarfljóssós m.m.
Í "Austra" hefir herra alþm. Jón Jónsson í Bakkagerði ritað meðal annars um uppsigling Lagarfljótsóss. Þar (í 3. tölubl. þ. á.) gjörir hann sér far um að snúa útúr fyrir "gömlum Héraðsbúa", er hann hyggur muni vera sami maður sem áður hefur ritað um ósmálið eða samgöngumál Héraðsbúa undir nafninu "Austurlandsvinur". Fyrir höfunda þessa, sem mér eru alls ókunnugir, dettur mér ekki í hug að svara, enda munu þeir færir um það sjálfir. En greinar þeirra fara í sömu stefnu sem hugmyndir mínar um samgöngur milli Héraðs og Fjarða; vildi ég því með leyfi yðar, hr. ritstjóri, mega leggja þar orð í belg.
Fyrir 9 árum reit ég grein í gamla "Austra" um Fagradalsveginn ("Dalbúi") að miklu leyti fyrir hvatir cand. phil. Páls heit. Vigfússonar á Hallormsstað; og hefir enginn orðið til að mótmæla henni með ástæðum. Er ég enn sömu skoðunar um nauðsyn þess vegar sem hins eina áreiðanlega í því efni. En um uppsigling Lagarfljótsóss, sem nú lítur út fyrir að sé efst á dagskrá, að minnsta kosti Úthéraðsbúa, er ég á annarri skoðun en hr. Jón í Bakkagerði. Þótt ég sé eigi af eigin sjón kunnugur ósnum, hef ég um hann sagnir kunnugra, greindra og gætinna manna, er ég óhikult trúi. Og þótt ég hafi eigi búið í Héraði, er ég fullvel kunnugur hinum miklu flutninga erfiðleikum, sem Héraðsbúar eiga við að stríða, og hefi löngum fundið sárt til þess, hve brýn þörf þeim er á betri verslunarvegum en þeir nú hafa. En því miður óttast ég, að von sú, er þeir gjöra sér um Lagarfljótsós sem aðalverslunarveg, reynist tálvon. Það sem einkum veldur ótta mínum er brimið og hafísinn.
Sæta verður landátt til að komast að ósnum. Sé hafátt, er oftast brim, og er þá eigi skipum fært að liggja á rúmsjó og afferma þar. En að hleypa inn í ósinn, þegar svo á stendur, mundi engum þykja fýsilegt, enda mundi þá eigi vandalaust að kanna dýpið eða hitta á, hvar állinn er dýpstur, þar sem brimið breytir honum á hverri stundu fram og aftur. En hafátt og brim er altítt á Austfjörðum, og það enda mánuðum saman.
Þá er hafísinn alkunnur vágestur á Austfjörðum. Liggur hann þar þrálega við land fram til sláttartíma og stundum til höfuðdags, sem kunnugt er. Þótt nú ísinn sé smjúgandi, eins og oft er, og komist yrði að ósnum, mundi hann gjöra skipi ómögulegt að liggja efri lagi við ósinn, þar sem hann rekur fram og aftur fyrir straumunum.
Engri átt nær það, að miða við næstliðið sumar, sem var svo einstakt að veðurblíðu og ró á sjó og landi; og því neitar víst enginn, að þegar svo á stendur megi takast að komast um ósinn. En það er því miður svo sjaldgæft, að menn eigi því að fagna. Þó kunna þeir, er yst búa á Héraðinu, að geta haft gott af því að nota slík tækifæri til að ná að sér vörum; en lítið léttir það fyrir Upphéraðsbúum.
Því mun og eigi neitað, að með nógu fé muni kleyft að "yfirvinna torfærurnar við Steinbogann", byggja vöru geymsluhús við fossinn undan Kirkjubæ, leggja sporbraut upp fyrir hann, og hafa gufubátaferðir eftir Fljótinu "svo langt sem það nær"(?)! - en að hverju gagni kemur allt þetta, ef vörunum verðu eigi komið inn í ósinn allt sumarið? og þetta máske sumar eftir sumar.
Ég tel því mikið varasamt fyrir þing eða þjóð að leggja stórfé í svo ískyggilegt fyrirtæki. Síst mundi ég telja úr, að hr. kaupmaður O. Wathne nyti styrks af landsfé, ef hann beitti hinum mikla dugnaði sínum og framkvæmdarsama góða vilja þar að, er viss not gæti að orðið; væri óskandi að vér ættum marga hans líka. En þótt honum tækist að vinna stórvirki, sem svo yrði að litlum eða engum notum, tel ég honum það engan sæmdarauka. Það væri og miður farið, ef hann léti ginnast af vanhugsuðum fortölum einstakra manna, meðan hann er ekki nærri svo kunnugur sem þyrfti harðýðgi náttúrunnar hér við land.
Áður en kostað er fé að mun til að létta samgöngur Héraðsbúa, væri full þörf á, að vegfræðingur (helst Sig. Thoroddsen) skoðaði og kynnti sér allt sem að því efni lýtur, svo nákvæmlega sem unnt er.
Fagridalur er sá eini vegur milli Héraðs og Fjarða sem vafalaust getur orðið að fullum notum. Af því hann er lítið hærri en sveitirnar, sem að honum liggja, er hann oftast fær eins og þær. Hovdenak mun hafa verið honum ókunnugur; hann skoðaði aðeins heiðarnar til Seyðisfjarðar (sjá skýrslu hans í Andvara 1885), en líklega hefir honum lítið verið kunnugt um snjóþyngslin þar. Sé Fjarðarheiði að mestu snjólaus 2-3 mánuði ársins, má gott heita. Akbraut milli Héraðs og Seyðisfjarðar mundi því að litlum notum, en þar á mót yrði akbraut á Fagradal að fyllstu notum, og eigi dýrara að leggja hana þar en um flatlenda sveit. Búðareyri yrði "endastöð Fagradalsbautar" Fjarðarmegin. "Austri" gjörir skop að höfninni þar, vegna þess að gufuskip hafi slitið þar upp í aftakarokinu um árslokin; en hann ber höfninni þó óvart besta vitnisburð um leið botninn hélt eftir öllum akkerum! Hvasst getur einnig orðið á Seyðisfirði og það engu síður en á Reyðarfirði. Ég efi séð skip brjóta upp á Seyðisfirði, en það dró akkerin með sér. Og hvesst hefir á Vestdalseyrarkirkju!
Komi góður vegur um Fagradal að Lagarfljóti, hygg ég að verslunarstaður myndaðist þar, t. d. á Egilsstöðum, sem er hér um bil miðdepill Héraðsins, og mundu Héraðsmenn þá eigi þurfa lengra eftir nauðsynjum sínum að jafnaði. Þá gæti gufubátur á Fljótinu fyrir ofan oss orðið að fullum notum. Þegar svo væri komið, tæki eflaust Fljótsdalshérað öllum héruðum landsin fram að fegurð, auðlegt og fleiri gæðum
Í maí 1895.
Eyjólfur Þorsteinsson
frá Berufirði


Ísafold, 18. maí 1895, 22. árg., 43. tbl., bls. 170:

Uppsigling um Lagarfljóssós m.m.
Í "Austra" hefir herra alþm. Jón Jónsson í Bakkagerði ritað meðal annars um uppsigling Lagarfljótsóss. Þar (í 3. tölubl. þ. á.) gjörir hann sér far um að snúa útúr fyrir "gömlum Héraðsbúa", er hann hyggur muni vera sami maður sem áður hefur ritað um ósmálið eða samgöngumál Héraðsbúa undir nafninu "Austurlandsvinur". Fyrir höfunda þessa, sem mér eru alls ókunnugir, dettur mér ekki í hug að svara, enda munu þeir færir um það sjálfir. En greinar þeirra fara í sömu stefnu sem hugmyndir mínar um samgöngur milli Héraðs og Fjarða; vildi ég því með leyfi yðar, hr. ritstjóri, mega leggja þar orð í belg.
Fyrir 9 árum reit ég grein í gamla "Austra" um Fagradalsveginn ("Dalbúi") að miklu leyti fyrir hvatir cand. phil. Páls heit. Vigfússonar á Hallormsstað; og hefir enginn orðið til að mótmæla henni með ástæðum. Er ég enn sömu skoðunar um nauðsyn þess vegar sem hins eina áreiðanlega í því efni. En um uppsigling Lagarfljótsóss, sem nú lítur út fyrir að sé efst á dagskrá, að minnsta kosti Úthéraðsbúa, er ég á annarri skoðun en hr. Jón í Bakkagerði. Þótt ég sé eigi af eigin sjón kunnugur ósnum, hef ég um hann sagnir kunnugra, greindra og gætinna manna, er ég óhikult trúi. Og þótt ég hafi eigi búið í Héraði, er ég fullvel kunnugur hinum miklu flutninga erfiðleikum, sem Héraðsbúar eiga við að stríða, og hefi löngum fundið sárt til þess, hve brýn þörf þeim er á betri verslunarvegum en þeir nú hafa. En því miður óttast ég, að von sú, er þeir gjöra sér um Lagarfljótsós sem aðalverslunarveg, reynist tálvon. Það sem einkum veldur ótta mínum er brimið og hafísinn.
Sæta verður landátt til að komast að ósnum. Sé hafátt, er oftast brim, og er þá eigi skipum fært að liggja á rúmsjó og afferma þar. En að hleypa inn í ósinn, þegar svo á stendur, mundi engum þykja fýsilegt, enda mundi þá eigi vandalaust að kanna dýpið eða hitta á, hvar állinn er dýpstur, þar sem brimið breytir honum á hverri stundu fram og aftur. En hafátt og brim er altítt á Austfjörðum, og það enda mánuðum saman.
Þá er hafísinn alkunnur vágestur á Austfjörðum. Liggur hann þar þrálega við land fram til sláttartíma og stundum til höfuðdags, sem kunnugt er. Þótt nú ísinn sé smjúgandi, eins og oft er, og komist yrði að ósnum, mundi hann gjöra skipi ómögulegt að liggja efri lagi við ósinn, þar sem hann rekur fram og aftur fyrir straumunum.
Engri átt nær það, að miða við næstliðið sumar, sem var svo einstakt að veðurblíðu og ró á sjó og landi; og því neitar víst enginn, að þegar svo á stendur megi takast að komast um ósinn. En það er því miður svo sjaldgæft, að menn eigi því að fagna. Þó kunna þeir, er yst búa á Héraðinu, að geta haft gott af því að nota slík tækifæri til að ná að sér vörum; en lítið léttir það fyrir Upphéraðsbúum.
Því mun og eigi neitað, að með nógu fé muni kleyft að "yfirvinna torfærurnar við Steinbogann", byggja vöru geymsluhús við fossinn undan Kirkjubæ, leggja sporbraut upp fyrir hann, og hafa gufubátaferðir eftir Fljótinu "svo langt sem það nær"(?)! - en að hverju gagni kemur allt þetta, ef vörunum verðu eigi komið inn í ósinn allt sumarið? og þetta máske sumar eftir sumar.
Ég tel því mikið varasamt fyrir þing eða þjóð að leggja stórfé í svo ískyggilegt fyrirtæki. Síst mundi ég telja úr, að hr. kaupmaður O. Wathne nyti styrks af landsfé, ef hann beitti hinum mikla dugnaði sínum og framkvæmdarsama góða vilja þar að, er viss not gæti að orðið; væri óskandi að vér ættum marga hans líka. En þótt honum tækist að vinna stórvirki, sem svo yrði að litlum eða engum notum, tel ég honum það engan sæmdarauka. Það væri og miður farið, ef hann léti ginnast af vanhugsuðum fortölum einstakra manna, meðan hann er ekki nærri svo kunnugur sem þyrfti harðýðgi náttúrunnar hér við land.
Áður en kostað er fé að mun til að létta samgöngur Héraðsbúa, væri full þörf á, að vegfræðingur (helst Sig. Thoroddsen) skoðaði og kynnti sér allt sem að því efni lýtur, svo nákvæmlega sem unnt er.
Fagridalur er sá eini vegur milli Héraðs og Fjarða sem vafalaust getur orðið að fullum notum. Af því hann er lítið hærri en sveitirnar, sem að honum liggja, er hann oftast fær eins og þær. Hovdenak mun hafa verið honum ókunnugur; hann skoðaði aðeins heiðarnar til Seyðisfjarðar (sjá skýrslu hans í Andvara 1885), en líklega hefir honum lítið verið kunnugt um snjóþyngslin þar. Sé Fjarðarheiði að mestu snjólaus 2-3 mánuði ársins, má gott heita. Akbraut milli Héraðs og Seyðisfjarðar mundi því að litlum notum, en þar á mót yrði akbraut á Fagradal að fyllstu notum, og eigi dýrara að leggja hana þar en um flatlenda sveit. Búðareyri yrði "endastöð Fagradalsbautar" Fjarðarmegin. "Austri" gjörir skop að höfninni þar, vegna þess að gufuskip hafi slitið þar upp í aftakarokinu um árslokin; en hann ber höfninni þó óvart besta vitnisburð um leið botninn hélt eftir öllum akkerum! Hvasst getur einnig orðið á Seyðisfirði og það engu síður en á Reyðarfirði. Ég efi séð skip brjóta upp á Seyðisfirði, en það dró akkerin með sér. Og hvesst hefir á Vestdalseyrarkirkju!
Komi góður vegur um Fagradal að Lagarfljóti, hygg ég að verslunarstaður myndaðist þar, t. d. á Egilsstöðum, sem er hér um bil miðdepill Héraðsins, og mundu Héraðsmenn þá eigi þurfa lengra eftir nauðsynjum sínum að jafnaði. Þá gæti gufubátur á Fljótinu fyrir ofan oss orðið að fullum notum. Þegar svo væri komið, tæki eflaust Fljótsdalshérað öllum héruðum landsin fram að fegurð, auðlegt og fleiri gæðum
Í maí 1895.
Eyjólfur Þorsteinsson
frá Berufirði