1893

Austri, 27. apríl 1893, 3. árg., 11. tbl., bls. 42:

Austur-Skaftafellssýsla
(Lóni) 8. apríl 1893.
¿¿¿
Samgöngumálið hlýtur að vera aðalmál næsta þings, og er líklegt, að stefna síra Jens Pálssonar verði ofaná í aðalatriðum, einkum ætti að leggja áhersluna á þá grein, að "sjórinn er aðalflutningabraut landsins", og það ætti að sitja fyrir öllu öðru, að leitast við að hrinda samgöngunum á sjó í betra horf, en vagnvegir frá kaupstöðunum upp til sveitanna verða víst fyrst um sinn að mæta afgangi, sökum hins afarmikla kostnaðar, er þeim hlýtur að vera samfara. Póstvegi þá, er fáir nota til flutninga, og aðra vegi, sem líkt er háttað, mætti víst nægja að ryðja, svo að þeir yrðu færir fyrir hesta. Eigi sýnist óyggjandi, að það væri allstaðar æskilegt, að lögleiða 2 kr. gjald á hvern verkfæran mann í stað hreppavegavinnu, þótt það gæti sumsstaðar átt vel við, og kynni að mega gefa sýslunefndum vald til að breyta hreppavegavinnunni í peningagjald, í þeim sýslum, þar sem slíkt þætti hentugra.
¿¿.


Austri, 27. apríl 1893, 3. árg., 11. tbl., bls. 42:

Austur-Skaftafellssýsla
(Lóni) 8. apríl 1893.
¿¿¿
Samgöngumálið hlýtur að vera aðalmál næsta þings, og er líklegt, að stefna síra Jens Pálssonar verði ofaná í aðalatriðum, einkum ætti að leggja áhersluna á þá grein, að "sjórinn er aðalflutningabraut landsins", og það ætti að sitja fyrir öllu öðru, að leitast við að hrinda samgöngunum á sjó í betra horf, en vagnvegir frá kaupstöðunum upp til sveitanna verða víst fyrst um sinn að mæta afgangi, sökum hins afarmikla kostnaðar, er þeim hlýtur að vera samfara. Póstvegi þá, er fáir nota til flutninga, og aðra vegi, sem líkt er háttað, mætti víst nægja að ryðja, svo að þeir yrðu færir fyrir hesta. Eigi sýnist óyggjandi, að það væri allstaðar æskilegt, að lögleiða 2 kr. gjald á hvern verkfæran mann í stað hreppavegavinnu, þótt það gæti sumsstaðar átt vel við, og kynni að mega gefa sýslunefndum vald til að breyta hreppavegavinnunni í peningagjald, í þeim sýslum, þar sem slíkt þætti hentugra.
¿¿.