Umferðarþjónusta - Tilkynning - 23.2.2018

Kristinn Jónsson 2018-02-23 16:16

Ábendingar frá veðurfræðingi 23. febrúar kl. 14:45

Litur: Gulur Um leið og hvessir má reikna með snjókomu og skafrenningi á fjallavegum. Suðvestanlands á milli kl. 12 og 15, en síðan hlánar upp í 600-900 m hæð. Hviður allt að 40-45 m/s undir Eyjafjöllum frá 13 til 16. Á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli, einkum frá 17 og fram yfir miðnætti. Þá verða hviður á Reykjanesbraut 35 m/samfara ausandi rigningu einkum á milli kl. 17 og 21.     

Viðvörun

Búast má við erfiðum akstursskilyrðum á fjallvegum á Vesturlandi og Vestfjörðum vegna flughálku þegar vindur vex seinnipartinn í dag og í kvöld.

Færð og aðstæður

Óveður er  á suð-vestanverðu landinu en vegir víðast hvar greiðfærir. Flughálka er á Kjósarskarði. 

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Þæfingsfærð er á Þröskuldum. Ófært og stórhríð er á Kleifaheiði, Klettsháls og Hálfdán.

Það er hálka eða hálkublettir á vegum á Norðurlandi vestra.

Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar greiðfært en hálkublettir yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, og Fagradal. Snjóþekja og éljagangur er á Fjarðarheiði. Greiðfært með suðausturströndinni. Mikið hvassviðri er undir Eyjafjöllum.

Skemmdir á slitlagi

Í því veðurfari sem hefur gengið yfir að undanförnu hefur mikið borið á slitlagsskemmdum á vegum. Á þessum árstíma er aðeins hægt að bregðast við með ófullkomnum bráðabirgðaviðgerðum og því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát við þessar aðstæður.

Vegfarendur á Austurlandi, á milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur eru varaðir við mögulegum slitlagsblæðingum og að slitlagskögglar sem brotna af bílum geta verið varasamir. Mikilvægt að draga úr hraða þegar bílar mætast. Skoðið dekkin áður en haldið er í langferð og hreinsið með dekkjahreinsi ef vart verður við tjöru.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum verður viðauki 1 felldur úr gildi og ásþungi miðaður við 10 tonn á vegum á Vesturlandi, Suðurlandi og Austfjörðum.

Grjóthrun í Hvalnesskriðum

Vegna mikillar úrkomu hefur verið töluvert grjóthrun í Hvalnesskriðum og eru vegfarendur beðnir að fara varlega.

Vatnavextir í Fáskrúðsfirði

Vatn flæðir yfir veg á þremur stöðum í sunnanverðum Fáskrúðsfirði og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og fara varlega.

Þingskálavegur

Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.