Eldri tilkynningar

Ingibjörg Daníelsdóttir 5.2.2019 12:52

Frá veðurfræðingi

5. febrúar kl. 07:30 - Lítur: Appelsínugulur.

Það hefur hlánað og því eru minni líkur á skafrenningi.  Hvessir hins vegar sunnan til í dag.  Austan 23-28 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal.  Hviður allt að 50 m/s frá um kl. 13-14. Veðrið nær hámarki um kl. 19 en svo lægir um miðnætti. Í Öræfum verður byljótt við Sandfell frá um kl. 15 og fram á nótt. 

Áætlanir um mögulegar lokanir hafa verið endurskoðaðar

Vegna slæms veðurútlits er nú reiknað með þessum lokunum:

Hellisheiði og Þrengsli: Líkleg lokun um kl. 16:00 í dag - Líkleg opnun: 01:00 e. miðnætti.

Möguleg hjáleið: Suðurstrandarvegur um Grindavík.

Hvolsvöllur – Vík: Líkleg lokun kl. 13:00 í dag. - Líkleg opnun:  kl 01:00 e. miðnætti.

Skeiðarársandur (frá Núpsstað), Öræfi og að Höfn: Líkleg lokun kl. 14.00 i dag - Líkleg opnun:  kl. 06:00 í fyrramálið (6. feb.)

Færð og aðstæður

Yfirlit: Vetrarfærð er víðast hvar á landinu, hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Kalt er í veðri norðanlands en hiti víða um og yfir frostmarki sunnanlands.

Suðvesturland: Allvíða hálka eða hálkublettir. Skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Bláfjallavegur er þungfær en einnig austan Þingvallavatns, milli Lyngdalsheiðarvegar og Írafoss.

Vesturland: Hálka eða snjóþekja og sumstaðar skafrenningur.

Vestfirðir: Víðast hvar hálka á vegum og sumstaðar skafrenningur, ekki síst á fjallvegum. Þæfingsfærð er á Bjarnarfjarðarhálsi en þungfært er norður í Árneshrepp.

Norðurland: Hálka eða hálkublettir á flestum aðalleiðum en víða snjóþekja á útvegum.

Norðausturland: Hálka flestum vegum. Þungfært er á kafla innansveitar í Vopnafirði. 

Austurland: Hálka eða snjóþekja víðast hvar. Éljagangur er á Fagradal og með ströndinni suður í Álftafjörð.

Suðausturland: Hálkublettir og hálka.

Suðurland: Víðast hvar nokkur hálka eða snjóþekja. Skafrenningur er við Þingvelli og á Lyngdalsheiði. Ófærð er austan við Þingvallavatn.

Ábending til vegfarenda

Kalt veður með stífri norðanátt hefur mótað aðstæður á vegi þannig að hálkuvörn binst illa við yfirborð vegar.  Hluti hálkuvarnarefnis fýkur af við dreifingu og öðrum hluta feykir umferð burt. Yfirborð vegar getur því orðið  hált áfram þrátt fyrir hálkuvarnir.

Framkvæmdir á Suðurlandsvegi

Vegna vinnu við að breikkun Hringvegar er hámarkshraði takmarkaður við 70 km/klst á um 3 km kafla frá Hveragerði austur að Kotstrandarkirkju. Á afmörkuðum köflum við Varmá og austur fyrir gatnamót að Ölfusborgum er hámarkshraði takmarkaður við 50 km/klst. Einnig á vestri enda Hvammsvegar við vegamótin að Hringvegi. Framúrakstur er bannaður á framkvæmdasvæðinu. Áætluð verklok eru 1. mars nk.

Vaðlaheiðargöng

Leiðbeiningar um verð og greiðsluleiðir er að finna á vefnum https://www.veggjald.is/