Opnun tilboða

Reykjanesbraut (41), Snekkjuvogur – Tranavogur, göngu- og hjólabrú. Eftirlit og ráðgjöf

11.3.2024

Eftirlit og ráðgjöf með útboðsverkinu „Reykjanesbraut (41), Snekkjuvogur – Tranavogur, göngu- og hjólabrú“. Verkið innifelur uppsetningu og allan frágang göngubrúar með stigahúsum og fólkslyftum yfir Sæbraut á milli Snekkjuvogs og Dugguvogs.

Eftir lok tilboðsfrests, þriðjudaginn 27. febrúar sl. var bjóðendum tilkynnt um nöfn þátttakenda í útboðinu.
Þriðjudaginn 8. mars  voru verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð. Allir bjóðendur uppfylltu hæfisskilyrði útboðsins.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Efla hf., Reykjavík 17.856.583 132,3 4.896
COWI Ísland, Kópavogi 17.781.600 131,7 4.821
Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík 14.954.400 110,8 1.994
VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík 14.816.734 109,8 1.856
Áætlaður verktakakostnaður 13.500.000 100,0 539
VBV ehf., Kópavogi 12.960.542 96,0 0