Opnun tilboða

Reykhólahreppur – Karlsey, þekja og lagnir 2024

20.2.2024

Opnun tilboða 20. febrúar 2024. Hafnarstjórn Reykhólahrepps óskaði eftir tilboðum í verkið „Reykhólahreppur – Karlsey, þekja og lagnir 2024“.  Helstu verkþættir og magntölur eru:

·         Steypa upp 1 stk. rafbúnaðarhús og 3 stk. stöpla undir ljósamöstur

·         Leggja ídráttarrör fyrir rafmagn og koma fyrir rafmagnskápum

·         Leggja vatnslögn og koma fyrir vatnsbrunnum

·         Grófjafna yfirborð og þjappa, fínjafna undir steypu

·         Slá upp mótum, járnbinda og steypa þekju, alls um 1.370 m²  

 Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. nóvember 2024.


Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Alm. umhverfisþjónustan ehf., Grundafirði 116.600.500 143,5 20.344
Geirnaglinn ehf., Ísafirði 96.256.600 118,4 0
Áætlaður verktakakostnaður 81.276.000 100,0 -14.981