Opnun tilboða

Göngu- og hjólastígar vestan Hafnarfjarðarvegar (40) og Fjarðarbrautar (470), hönnun

3.10.2023

Opnun tilboða 3. október 2023. For- og verkhönnun göngu- og hjólastíga í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.  Verkið felst í að útfæra aðskildar göngu- og hjólaleiðir vestan Hafnarfjarðarvegar og Fjarðarbrautar.  Kaflarnir eru þrír:

    við voginn í Kópavogi (879 m)

     við túnin í Garðabæ (1.056 m)

     við Norðurbæ í Hafnarfirði[1] og við ásahverfi í Garðabæ (1.044 m)

Verkefnið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Hafnarfjarðarbæjar.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík 39.646.610 153,0 17.769
VBV ehf., Kópavogi 38.690.557 149,3 16.813
Áætlaður verktakakostnaður 25.920.000 100,0 4.042
VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík 21.877.940 84,4 0